Markaðurinn
Giljagaur og Stekkjarstaur með ólæti í Bako Ísberg
Það styttist í jól og jólasveinarnir farnir að týnast til byggða. Stekkjarstaur kom fyrstur, svo Giljagaur og í nótt kemur Stúfur og svo koll af kolli.
Jólasveinarnir eru fyrir löngu byrjaðir að kaupa gjafirnar og hafa þeir ár eftir ár verið fastakúnnar í Bako Ísberg.
Samskiptin við þá hafa verið afar ánægjuleg samkvæmt Villa í Bako Ísberg nema hvað að það kom upp ákveðinn misskilningur á mánudaginn var, en þá mættu bræðurnir Giljagaur og Stekkjarstaur saman í verslunina.
Eins og margir vita þá er Bako Ísberg einn stærsti söluaðili vínkæla á Íslandi í dag bæði í veitingageiranum og fyrir heimilismarkað en þá eru merkin La Sommeliére og Climadiff stærst.
Sá misskilningur kom upp hjá fyrrnefndum bræðrum að vínkælir væri mun minni í sniðum en raun ber vitni, en vínkælar hafa verið á óskalista margra undanfarin ár og því eru jólasveinarnir að reyna að uppfylla óskir ótal aðila þessi jólin. Bræðurnir báðu Villa að sýna sér þessa umtöluðu vínkæla og urðu önugir og pirraðir þegar þeir sáu að þessir vínkælar passa alls ekki í skóinn, ekki einu sinni skóinn hennar Grýlu.
Þetta endaði allt vel að lokum enda mikið til af allskonar smærri vörum hjá Bako Ísberg sem smellpassa í skóinn.
Vínkæla ætla þeir hins vegar að gefa sem jólagjafir þetta árið og hafa valið vínkæli sem jólagjöf ársins enda er mun auðveldara að skella þeim við hliðina á trénu en að troða þeim í skóinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið