Frétt
Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að framlengja gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir um tvær vikur, þ.e. til og með 27. ágúst. Áfram verður því kveðið á um 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarreglu m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði og óbreyttar reglur um grímunotkun. Meðfylgjandi minnisblað sóttvarnalæknis með tillögu um framlengingu samkomutakmarkana ásamt áhættumati var rætt á fundi ríkisstjórnar í dag.
Sjá einnig:
COVID-19: Samkomutakmarkanir frá og með sunnudeginum 25. júlí
Í minnisblaðinu er rakin þróun smita frá gildistöku reglugerðar um samkomutakmarkanir 23. júlí síðastliðinn, fjallað um stöðuna á Landspítalanum, sýnatöku, smitrakningu og fleira. Frá því að reglugerðin tók gildi hefur fjöldi greindra smita dag hvern verið með því mesta frá upphafi heimsfaraldursins. Hlutfall jákvæðra sýna af einkennasýnum hefur verið á bilinu 2,5-5% og haldist nokkuð stöðugt.
Ekki tímabært að aflétta aðgerðum innanlands
Sóttvarnalæknir bendir á að fjöldi smita dag frá degi hafi ekki allt að segja um áhrif faraldursins á Landspítala. Nú sé unnið að nánari greiningu á því hve góða vernd bólusetningin veitir gegn alvarlegum veikindum meðal viðkvæmra hópa og almennt, byggt á áhættuflokkum fyrir bólusetningu, áhættuflokkum göngudeildar og aldri. Fram kemur að meira en helmingur einstaklinga 70 ára og eldri sem greinst hafa í þessari bylgju sé á fyrstu viku veikinda og því sé ekki komin reynsla af því hvernig gangur veikinda verður hjá þessum hópi. Í þessu ljósi telur sóttvarnalæknir ekki tímabært að aflétta aðgerðum innanlands.
Samtal við hagsmunaaðila um sóttvarnir
Heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að eiga áfram samtal við hagsmunaaðila varðandi samkomutakmarkanir og fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða eftir því sem aðstæður breytast, meðal annars við menningarstofnanir og íþróttahreyfinguna.
Mynd: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?