Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gerd Van gestakokkur á Forréttabarnum
Dagana 1. – 7. apríl næstkomandi heimsækir belgíski matreiðslumaðurinn Gerd Van Schaeybroeck Forréttabarinn og stillir upp spennandi 5 rétta matseðli meðfram vinsælustu réttum Forréttabarsins.
Gerd er yfirmatreiðslumaður og eigandi á veitingastaðnum Resto Tapati í Palm Mar hverfinu á Tenerife.
Resto Tapati er lítill og huggulegur háklassískur veitingastaður sem nýtur mikilla vinsælda og er uppbókaður margar vikur fram í tímann.
Þó eiga íslendingar sem fjölmenna til Tenerife enn flestir eftir að uppgötva staðinn, enda er hann aðeins fyrir utan aðal ferðamannastaðina sem við þekkjum.
Gerd og Róbert Ólafsson eigandi Forréttabarsisns kynntust við golfleik á Tenerife á seinasta ári og í kjölfarið hefur Róbert snætt tvisvar hjá Gerd á Tapati og því fannst þeim félögum tilvalið að Gerd kæmi nú til Íslands til að leyfa fleirum að njóta.
Bæði verður hægt að panta rétti af matseðli Gerd staka og eða sem 5 rétta smakk seðil. Einnig er í boði að para belgískan bjór og gæða vín með 5 rétta seðlinum.
Borðapantanir hér eða í síma: 517-1800
Matseðillinn í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann