Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gerd Van gestakokkur á Forréttabarnum
Dagana 1. – 7. apríl næstkomandi heimsækir belgíski matreiðslumaðurinn Gerd Van Schaeybroeck Forréttabarinn og stillir upp spennandi 5 rétta matseðli meðfram
vinsælustu réttum Forréttabarsins.
Gerd er yfirmatreiðslumaður og eigandi á veitingastaðnum Resto Tapati í Palm Mar hverfinu á Tenerife.
Resto Tapati er lítill og huggulegur háklassískur veitingastaður sem nýtur mikilla vinsælda og er uppbókaður margar vikur fram í tímann.
Þó eiga íslendingar sem fjölmenna til Tenerife enn flestir eftir að uppgötva staðinn, enda er hann aðeins fyrir utan aðal ferðamannastaðina sem við þekkjum.
Gerd og Róbert Ólafsson eigandi Forréttabarsisns kynntust við golfleik á Tenerife á seinasta ári og í kjölfarið hefur Róbert snætt tvisvar hjá Gerd á Tapati og því fannst þeim félögum tilvalið að Gerd kæmi nú til Íslands til að leyfa fleirum að njóta.
Bæði verður hægt að panta rétti af matseðli Gerd staka og eða sem 5 rétta smakk seðil. Einnig er í boði að para belgískan bjór og gæða vín með 5 rétta seðlinum.
Borðapantanir hér eða í síma: 517-1800
Matseðillinn í heild sinni er hægt að skoða með því að
smella hér.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa








