Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gerd Van gestakokkur á Forréttabarnum
Dagana 1. – 7. apríl næstkomandi heimsækir belgíski matreiðslumaðurinn Gerd Van Schaeybroeck Forréttabarinn og stillir upp spennandi 5 rétta matseðli meðfram
vinsælustu réttum Forréttabarsins.
Gerd er yfirmatreiðslumaður og eigandi á veitingastaðnum Resto Tapati í Palm Mar hverfinu á Tenerife.
Resto Tapati er lítill og huggulegur háklassískur veitingastaður sem nýtur mikilla vinsælda og er uppbókaður margar vikur fram í tímann.
Þó eiga íslendingar sem fjölmenna til Tenerife enn flestir eftir að uppgötva staðinn, enda er hann aðeins fyrir utan aðal ferðamannastaðina sem við þekkjum.
Gerd og Róbert Ólafsson eigandi Forréttabarsisns kynntust við golfleik á Tenerife á seinasta ári og í kjölfarið hefur Róbert snætt tvisvar hjá Gerd á Tapati og því fannst þeim félögum tilvalið að Gerd kæmi nú til Íslands til að leyfa fleirum að njóta.
Bæði verður hægt að panta rétti af matseðli Gerd staka og eða sem 5 rétta smakk seðil. Einnig er í boði að para belgískan bjór og gæða vín með 5 rétta seðlinum.
Borðapantanir hér eða í síma: 517-1800
Matseðillinn í heild sinni er hægt að skoða með því að
smella hér.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni








