Viðtöl, örfréttir & frumraun
Geita takeover í Hörpu og ný sulta hjá Helvítis kokkinum – Matarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Matarmarkaður Íslands verður nú um helgina 13. -14. apríl og er svokallaður vormarkaður en þar eru um 40 aðilar víðsvegar af landinu sem taka þátt.
Opið er frá klukkan 11:00 til 17:00 báða daga og er aðgangur ókeypis.
Að venju verður fjölbreytt úrval af allskonar sérvörum, þykkar lambakjötssneiðar frá bændunum á Stórhól í Varmahlíð. Alveg sérstaklega hugsaðar fyrir aðdáendur íslensku kótilettunar.
Þá er eiginlega einhverskonar geita takeover í Hörpu því bæði Sigrún og Jóhanna geitabændur koma á markaðinn og ætla að koma með allar sínar dásamlegu vörur. Geitin er sem betur fer að eignast stóran hóp aðdáenda aftur og oft seljast upp íslensku geitaostarnir áður en markaði líkur. Svo hér þarf að hafa hraðar hendur.
Nú þá er nýja sultan hjá Helvítis kokkinum sem er Brennivíns og beikon sulta í boði, vegan ostar, folaldakjöt, kaffi, súkkulaði, sinnep, vítamín úr íslenskum brodd, harðfiskur og harðfisk krydd, rjómalíkjör, túlipanar, ull, jarðgerðarvélar, sterk sósa, ratleikur fyrir börn, Laufásborgar múslí, sérstaklega þykkur kótilettur sérhannaðar fyrir kótilettur og fleira. Allt saman góm gleðjandi og girnilegt.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi