Keppni
Garðar keppir í GPC | Hefur einungis 8 klst. að útbúa þrjú listaverk
Garðar Kári Garðarsson keppir í eftirréttakeppni Global Pastry Chef (GPC) á morgun fimmtudaginn 9. maí, en keppnin er haldin samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumeistara í Gautaborg sem fram fer dagana 9.-12 maí. Garðar er 26 ára matreiðslumaður, en hann lærði fræðin sín á Strikinu á Akureyri frá árinu 2006 og útskrifaðist jólin 2010 og hefur verið yfirmatreiðslumaður á Fiskfélaginu síðan.
Garðar náði silfurverðlaun á Skills Ísland árið 2010 og var meðlimur í Ungkokkum Íslands í 2 ár en liðið fékk gull á Írlandi árið 2012 og náði Garðar 3. sæti í keppninni um titilinn Matreiðslumaður ársins 2012. Var í eftirrétta hópnum í kokkalandsliðinu í eitt ár, en Garðar hefur mikinn áhuga á eftirréttargerð. Garðar er nýorðinn meðlimur í kokkalandsliðinu.
Keppnisfyrirkomulagið í Global Pastry Chef Challenge er með því sniði að Garðar skilar af sér einum eftirrétt á 4 diskum (einn þeirra er sýningardiskur), eftirrétturinn skal vera í sumar-þema, restaraunt style. Einnig á að nota Manjari súkkulaði frá valrhona í eftirréttinn ásamt að innihalda wasabi….. „eitthvað verið að reyna að rugla í manni en ég fer frekar nett í wasabirótina“, sagði Garðar hress í samtali við freisting.is.
Af þessum fjórum diskum af eftirréttinum þarf hann að skila þrjá diska eftir sjö klukkustundir í búrinu og einum sýningardisk einni klukkustund seinna.
Einnig þarf að gera köku sem er á milli 1200 – 1400 gr. og á líka innihalda Manjari og te frá Dilmah en Garðar valdi að nota Earl Gray því það er gert úr bergamot blómum, en bergamot er kínverskt appelsínutré sem kemur sér vel því kakan er appelsínur og súkkulaði. Kakan hjá Garðari samanstendur af möndlubotni, karmellað hnetukex með appelsínuberki, yfir það kemur creme anglaise með appelsínum og Grand Marnier, blóðappelsínu og appelsínu marmelaði þar yfir, svo annað lag af botni. Allt þetta er steypt í kjarnann sem er svo hulin með Manjari og earl grey mús og loks hjúpuð með hvítsúkkulaði glace. „ekkert sem maður sprengir í á 15 mínútum en hrikalega bragðmikil og góð kaka“, bætir Garðar við.
Keppnis eftirrétturinn
Sítrónu-blóðbergsmús á hnetupralíni & manjari súkkulaðikaka með wasabihnetum, wasabi vinaigrett með sítrus ávöxtum og karmellaður manjari ís á þurrkuðu súkkulaði
Margir hverjir halda að hér sé allt upp talið sem að Garðar eigi að gera í keppninni, nei aldeilis ekki, en hann þarf að auki gera súkkulaðistyttu sem er að lágmarki 60 cm og að hámarki 120 cm að hæð. Kakan þarf að skila einu þema sem Garðar mátti velja úr, samskipti, ferðamáti eða vatn og varð vatn fyrir valinu þar sem Garðar kemur til með að gera vatnalilju.
Glæsileg vatnalilja
Hvernig hafa æfingar ofl. gengið með súkkulaðistyttuna?
Styttan hefur heldur betur vafið utanum sig með allskonar skemmtilegu rugli síðan ég teiknaði hana upp fyrst. Gott að hafa nokkra þá færustu súkkulaðimeistara heimsins hérna á klakanum til að aðstoða mig, sem ég hefði aldrei getað án þeirra, þó hef ég nú samt verið sæmilegur í að tempra og svoleiðis en þetta er bara allt annað erfiðleikastig í súkkulaðivinnu.
Ertu búinn að taka margar æfingar?
Ég er búinn að taka nokkuð margar æfingar á eftirréttinum og er hann orðinn vel slípaður saman. Kökuna er ég búinn að gera fjórum sinnum í heilu lagi, en er annars búinn að æfa öll atriðin í henni nokkuð vel og stilla af uppskriftir svo hún virki bragðlega séð.
Svo ég er nokkuð sáttur við undirbúninginn eins og er. Þetta er miklu erfiðara en ég átti von á, líka þessi tímarammi 8 klst. fyrir allt saman og það má ekki taka neitt klárt með sér í búrið, nema það sem er bakað/þurrkað.
Súkkulaðilistaverk og Manjari kakan sem samanstendur af möndlubotni, karmellað hnetukex með appelsínuberki
Mynd af Garðari: Matthías
Aðrar myndir: Aðsendar
Texti: Smári
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast