Vertu memm

Keppni

Garðar Kári sigraði Steven Edwards MasterChef

Birting:

þann

Local Food - MasterChef á Akureyri

F.v. Hilmar B. Jónsson og Snæbjörn Kristjánsson, Mark Devonshire, Johnny Stanford dómarar, Steven Edwards, Gissur Guðmundsson dómari, Garðar Kári Garðarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra

Dagskrá Local Food sýningarinnar á Akureyri er afar fjölbreytt með ýmiskonar keppnum.  Nú rétt í þessu var að klárast spennandi Mystery Basket einvígi þar sem Landsliðsmaðurinn Garðar Kári Garðarsson keppti á móti Steven Edwards vinningshafa MasterChef – The Professionals 2013.

Local Food - MasterChef á Akureyri

Verðlaunarétturinn – Garðar Kári Garðarsson

Local Food - MasterChef á Akureyri

Steven Edwards – Vinningshafi MasterChef – The Professionals 2013.

Garðar og Steven fengu það verkefni að elda bleikju, humar og saltfisk og höfðu klukkutíma til að elda fjóra rétti fyrir dómara sem voru: Gissur Guðmundsson, Snæbjörn Kristjánsson, Johnny Stanford og Mark Devonshire.

Local Food - MasterChef á Akureyri

Dómarar að störfum.
F.v. Johnny Stanford, Snæbjörn Kristjánsson, Gissur Guðmundsson og Mark Devonshire.

Local Food - MasterChef á Akureyri

Steven Edwards og Garðar Kári Garðarsson

Sigmundur Davíð forsætisráðherra tilkynnti úrslitin

Sigmundur Davíð forsætisráðherra tilkynnti úrslitin

Það var síðan Garðar sem sigraði einvígið.  Til gamans má geta að Garðar sigraði einnig Kokkakeppninni sem fram fór einnig í dag á Local Food sýningunni.

Til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 

Myndir: Kristinn

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið