Keppni
Garðar Kári sigraði Steven Edwards MasterChef

F.v. Hilmar B. Jónsson og Snæbjörn Kristjánsson, Mark Devonshire, Johnny Stanford dómarar, Steven Edwards, Gissur Guðmundsson dómari, Garðar Kári Garðarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Dagskrá Local Food sýningarinnar á Akureyri er afar fjölbreytt með ýmiskonar keppnum. Nú rétt í þessu var að klárast spennandi Mystery Basket einvígi þar sem Landsliðsmaðurinn Garðar Kári Garðarsson keppti á móti Steven Edwards vinningshafa MasterChef – The Professionals 2013.
Garðar og Steven fengu það verkefni að elda bleikju, humar og saltfisk og höfðu klukkutíma til að elda fjóra rétti fyrir dómara sem voru: Gissur Guðmundsson, Snæbjörn Kristjánsson, Johnny Stanford og Mark Devonshire.

Dómarar að störfum.
F.v. Johnny Stanford, Snæbjörn Kristjánsson, Gissur Guðmundsson og Mark Devonshire.
Það var síðan Garðar sem sigraði einvígið. Til gamans má geta að Garðar sigraði einnig Kokkakeppninni sem fram fór einnig í dag á Local Food sýningunni.
Til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Myndir: Kristinn

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð