Gamalt og gott
Gamalt efni – Aldrei fleiri nemendur en í vetur í þröngu húsnæði
Meðfylgjandi frétt hér að neðan var birt í Morgunblaðinu, fimmtudaginn 8. maí árið 1969.
Skólaslit Matsveina- og veitingaþjónaskólans
– Aldrei fleiri nemendur en í vetur í þröngu húsnæði
Matsveina- og veitingaþjónaskólinn útskrifaði í s.l. viku 18 framreiðslumenn og 13 matreiðslumenn.
Hefur skólinn aldrei fyrr útskrifað eins marga að því er Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri sagði í skólaslitaræðu.
Skólanum var slitið í glæsilegu hófi þar sem fram voru bornir veizluréttir matreiðslumanna ný útskrifaða og framreiðslumenn gengu um beina.
Á fyrra kennslutímabili skólans, sem er frá 1. sept. til jóla sóttu skólann samtals 62 nemendur og skiptust þannig í deildir: 19 nemendur í framreiðsludeild til sveinspróf, 27 nemendur í matreiðsludeild til sveinsprófs og 16 nemendur á námskeið fyrir framreiðslustúlkur.
Á seinna tímabili sem er frá 3. jan. til aprílloka sóttu skólann samtals 116 nemendur, sem skiptust þannig í deildir: 33 nemendur í framreiðsludeild til sveinsprófs, 34 nemendur í matreiðsludeild til sveinsprófs og 49 nemendur hafa sótt tveggja mánaða kvöldnámskeið fyrir fiskiskipamatsveina.
Allt hafa því 178 sótt skólann í vetur.
3 fastakennarar hafa starfað við skólann í vetur og 8 stundakennarar. Prófdómarar við sveinsprófin í framreiðslu að þessu sinni voru Janus Halldórsson framreiðslumeistari, Konráð Guðmundsson hótelstjóri, Eggert Guðnason framreiðslumeistari, Haraldur Guðnason framreiðslumeistari, Sigursæll Magnússon veitingamaður, Kristján Jónsson matreiðslumeistari og Stefán Hjaltested matreiðslumeistari.
Matsveina- og veitingaþjónaskólinn var stofnaður, árið 1955 og hefur hann ávallt verið til húsa í Sjómannaskólanum. Þar sem löngu er orðið þröngt um starfsemi skólans í núverandi húsnæði hefur verið unnið að því að fá sérstakt húsnæði fyrir skólann.
Á alþingi í vetur var samþykkt heimild fyrir lántöku til kaupa á húsnæði fyrir þennan vaxandi skóla sem m.a. gegnir stóru hlutverki í sambandi við þjónustu vaxandi ferðamannastraums til íslands.
Er þess að vænta að lögð verði áherzla á að koma skólanum í viðunandi húsnæði.
Matseðill skólaslitahófsins hjá þeim sem voru að útskrifast var á þessa leið auk fjölda annara gómsætra rétta: Fylltar pönnukökur (Crépes farcies), ítölsk grænimetissúpa (Consommé minestra), steikt rauðsprettuflök (Filets de varrelets Louisianá), kjúklingasteik (Poulat sauté chasseuir), steiktur uxahryggur (Contrefilet de boeuf sauce béairnaise), sítrónuibúðingur (Basarois au citron) og rjómakaffi (Café á la créme).

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn