Keppni
Fyrsti íslenski keppandinn í vikunni Axel Þorsteinsson kominn af stað í Global Pastry Chefs Challenge
Nú stendur yfir keppnin „Global Pastry Chefs Challenge“ um besta konditor Norður Evrópu yfir í Álaborg í Danmörku. Keppnin hófst snemma morguns og lýkur síðdegis.
Íslenski keppandinn Axel Þorsteinsson er 26 ára og starfar á Apótek Restaurant.
Axel sigraði í keppninni „bakari ársins“ árið 2011. Axel er bjartsýnn og einsetur sér að gera sitt besta.
Keppnin er spennandi og mikil reynsla sem maður fær í keppni sem þessari. Reynslan nýtist í framtíðinni í áframhaldandi keppnum og í mínu fagi við eftirréttagerð.
Segir Axel sem stefnir á frekari keppnir og var nýlega valinn í Kokkalandsliðið.
Axel gerir í keppninni eftirrétti og sýningarstykki sem svo er dæmt af hópi dómara. Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari úr Mosfellsbakarí er fulltrúi Íslands í dómnefndinni.
Keppnisúrslit í „Global Pastry Chefs Challenge“ verða tilkynnt föstudagskvöld 5. júní og mun sigurvegari Norður Evrópu keppninnar keppa á næsta ári í alþjóðlegri úrslitakeppni um titilinn „Global Pastry Chef“, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem sendir sex keppendur til leiks í sex einstaklingskeppnum í Danmörku dagana 4.-6. júní, en klúbburinn hefur ávallt unnið að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu







