Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsti gestakokkurinn á OTO – Sebastian Gibrand
OTO tekur á móti Sebastian Gibrand sem gestakokki þann 13. og 14. október næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem gestakokkur heimsækir staðinn frá því að OTO opnaði í vor sl.
Sebastian Gibrand er nafnkunnur í Svíþjóð fyrir keppnisbakgrunn sinn sem fyrrum fyrirliði sænska landsliðsins í matreiðslu, fyrir sigurinn í sænska sjónvarpsþættinum „Kockarnas kamp“ og fyrir silfurverðlaun sín í Bocuse d’Or 2019, virtustu matreiðslukeppni heims.
Í dag rekur hann eigið veitinga- og viðburðafyrirtæki ásamt kollega sínum Robert Sjöberg, hann hefur bakgrunn frá fyrsta „KRAV“ vottaða Michelin stjörnuveitingastað Svíþjóðar.
Athugið að fyrir þessi kvöld er tekið við kreditkortanúmer til tryggingar um að fólk noti bókunina sína, ekki er rukkað ef fólk afbókar eða færir bókunina sína utan 24 tíma þar til bókunin á sér stað. Gjald fyrir hvert sæti ef fólk mætir ekki er 5.000 kr.
Matseðill *
Til að byrja með:
Pâte à choux & feykir
Soðbrauð, sýrður rjómi & kavíar
Hörpuskel að vestan “rockefeller”
Réttir
Agúrka, lúða & wasabi
Bleikja, gulrót & “sænskt karrý”
Þorskur, hvítt miso & sveppate
Grillað lamb, ilmandi jurtir & ras el hanout
Aðalbláber, blóðberg & birki
“Fika”
Verð 14.900 kr.
Vínpörun 12.900 kr.
*Fyrir þennan ákveðna viðburð er því miður ekki hægt að komast á móts við ofnæmi/óþol/grænmetis/vegan.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?