Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fyrsti gestakokkurinn á OTO – Sebastian Gibrand

Birting:

þann

Fyrsti gestakokkurinn á OTO - Sebastian Gibrand

OTO tekur á móti Sebastian Gibrand sem gestakokki þann 13. og 14. október næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem gestakokkur heimsækir staðinn frá því að OTO opnaði í vor sl.

Sebastian Gibrand er nafnkunnur í Svíþjóð fyrir keppnisbakgrunn sinn sem fyrrum fyrirliði sænska landsliðsins í matreiðslu, fyrir sigurinn í sænska sjónvarpsþættinum „Kockarnas kamp“ og fyrir silfurverðlaun sín í Bocuse d’Or 2019, virtustu matreiðslukeppni heims.

Í dag rekur hann eigið veitinga- og viðburðafyrirtæki ásamt kollega sínum Robert Sjöberg, hann hefur bakgrunn frá fyrsta „KRAV“ vottaða Michelin stjörnuveitingastað Svíþjóðar.

Athugið að fyrir þessi kvöld er tekið við kreditkortanúmer til tryggingar um að fólk noti bókunina sína, ekki er rukkað ef fólk afbókar eða færir bókunina sína utan 24 tíma þar til bókunin á sér stað. Gjald fyrir hvert sæti ef fólk mætir ekki er 5.000 kr.

Matseðill *

Til að byrja með:

Pâte à choux & feykir

Soðbrauð, sýrður rjómi & kavíar

Hörpuskel að vestan “rockefeller”

Réttir

Agúrka, lúða & wasabi

Bleikja, gulrót & “sænskt karrý”

Þorskur, hvítt miso & sveppate

Grillað lamb, ilmandi jurtir & ras el hanout

Aðalbláber, blóðberg & birki

“Fika”

Verð 14.900 kr.

Vínpörun 12.900 kr.

*Fyrir þennan ákveðna viðburð er því miður ekki hægt að komast á móts við ofnæmi/óþol/grænmetis/vegan.

Bókið borð hér á dineout.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið