Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsti gestakokkurinn á OTO – Sebastian Gibrand
OTO tekur á móti Sebastian Gibrand sem gestakokki þann 13. og 14. október næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem gestakokkur heimsækir staðinn frá því að OTO opnaði í vor sl.
Sebastian Gibrand er nafnkunnur í Svíþjóð fyrir keppnisbakgrunn sinn sem fyrrum fyrirliði sænska landsliðsins í matreiðslu, fyrir sigurinn í sænska sjónvarpsþættinum „Kockarnas kamp“ og fyrir silfurverðlaun sín í Bocuse d’Or 2019, virtustu matreiðslukeppni heims.
Í dag rekur hann eigið veitinga- og viðburðafyrirtæki ásamt kollega sínum Robert Sjöberg, hann hefur bakgrunn frá fyrsta „KRAV“ vottaða Michelin stjörnuveitingastað Svíþjóðar.
Athugið að fyrir þessi kvöld er tekið við kreditkortanúmer til tryggingar um að fólk noti bókunina sína, ekki er rukkað ef fólk afbókar eða færir bókunina sína utan 24 tíma þar til bókunin á sér stað. Gjald fyrir hvert sæti ef fólk mætir ekki er 5.000 kr.
Matseðill *
Til að byrja með:
Pâte à choux & feykir
Soðbrauð, sýrður rjómi & kavíar
Hörpuskel að vestan “rockefeller”
Réttir
Agúrka, lúða & wasabi
Bleikja, gulrót & “sænskt karrý”
Þorskur, hvítt miso & sveppate
Grillað lamb, ilmandi jurtir & ras el hanout
Aðalbláber, blóðberg & birki
“Fika”
Verð 14.900 kr.
Vínpörun 12.900 kr.
*Fyrir þennan ákveðna viðburð er því miður ekki hægt að komast á móts við ofnæmi/óþol/grænmetis/vegan.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti