Vertu memm

Áhugavert

Fyrsta ísbúðin til að fá Michelin stjörnu

Birting:

þann

Fyrsta ísbúðin til að fá Michelin stjörnu - Minimal - Arwin Wan

Arwin Wan tekur við viðurkenningunni frá Michelin

Ísbúðin Minimal fékk á dögunum Michelin stjörnu, en staðurinn er staðsettur í borginni Taichung í Taívan. Hér er ekki um að ræða venjuleg ísbúð eins og við Íslendingar þekkjum, heldur bland af veitingastað og ísbúð.

Þó svo Minimal sé markaðsett sem ísbúð „Ice Cream Shop“, þá er hún í raun og veru bæði veitingastaður og ísbúð, þar sem hægt er að sitja við borð, fá hágæða þjónustu og snæða herlegheitin eða taka með sér ís í „Take away“.

Í tilkynningu frá herbúðum Michelin kemur fram að Minimal er fyrsti veitingastaðurinn með einungis ís í boði sem fær Michelin stjörnu.

Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).

Aldurstakmark hjá Minimal

Strangar reglur eru hjá Minimal þegar kemur að panta borð eða í „Take away“, en allur matur er greiddur fyrir fram með peningum. Ef þú ert túristi í Taichung, þá er hægt að hafa samband við Minimal til að greiða ísinn/smakkseðilinn með öðru en beinhörðum peningum.

Minimal býður upp á 7 rétta smakkmatseðil+ einn drykk (5.500 ísl. kr.) þar sem uppistaðan er einungis ís. Minimal býður einnig upp á eins og áður segir ís „gelato“ í „Take away“ og gjafaöskju með „gelato“ til heimsendingar, nánar um gjafaöskjuna hér að neðan.

Aldurstakmark er á staðinn (átta ára og eldri) og enginn barnamatseðill í boði, nema smakkmatseðillinn sem inniheldur lítið magn af áfengi og koffíni.

Engin endurgreiðsla

Ef gesturinn er 30 mínútum of seinn samkvæmt pöntun þá geymir Minimal ekki sætið fyrir gestinn og innborgun er ekki endurgreidd. Til að hætta við pöntunina og fá endurgreitt, þá þarf afbókun að koma að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir áætlaðan dag.

Eigandi Minimal er Arwin Wan, þekktur kokkur í Taívan, en hann er fyrrum pastry chef Michelin veitingastaðarins Sur í Taichung, en Minimal er systurfyrirtæki Sur.

Hvað er Gelato?

Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato og rjómaís eins og við þekkjum hann. Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn.

Falleg gjafaaskja

Fyrsta ísbúðin til að fá Michelin stjörnu - Minimal - Arwin Wan

Lýsing á gjafaöskjunni er á kínversku, en með léttri google translate þá er þetta niðurstaðan:

Grænn, gulur, hvítur, blár, rauður, svartur, þetta eru sex helstu teseríurnar í temenningu.

Hver hefur mismunandi gerjunarstig og framleiðsluaðferð, sem skapar einnig mismunandi bragðeiginleika.

Við viljum draga fram muninn á tilfinningum sem hver tesería færir okkur:

Gjafaaskjan inniheldur bollaís 120ml x 6 tegundir af ís sem hér segir:

– Biluochun – Sugar Cane
– Gult te – Sojabaunir – Zong lauf
– Hvítt te – Curtard Apple – Plectrum
– Dongding Oolong – Barley – Sætar kartöflur
– Hunangssvart te – longan flower – cassia fræ
– Pu’er te

Gjafaaskjan kostar 5.500 ísl. kr.

Myndir: facebook / Minimal

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið