Frétt
Fyrsta borgin í heiminum til að banna kjötauglýsingar
Haarlem er fyrsta borgin í heiminum til að banna kjötauglýsingar í opinberum stöðum, í þeirri viðleitni að draga úr kjötneyslu og losun gróðurhúsalofttegunda.
Eftir 2024 verða auglýsingar á kjöti bannaðar í rútum, skýlum og skjáum í almenningsrýmum í bænum Haarlem sem staðsettur er í um 17 kílómetra fjarlægð frá Amsterdam. Í Haarlem eru 160 þúsund íbúar.
Tillagan var samin af GroenLinks sem er stjórnmálaflokkur í umhverfismálum í Haarlem, en með þessari aðgerð er áætlað að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Nýleg rannsókn sýnir að langstærsta orsök loftslagsbreytinga er gríðarleg neysla okkar á kjöti ofl.
Ziggy Klazes, ráðherra úr umhverfisflokknum, sagði meðal annars í Haarlem105 útvarpsstöðinni:
„Við erum ekki að banna íbúum að baka og steikja í sínu eigin eldhúsi; ef fólk vill halda áfram að borða kjöt, þá er það í lagi… Við getum ekki sagt fólki að það sé loftslagskreppa og hvatt það til að kaupa vörur sem eru hluti af málstaðnum.“
Klazes sagðist vona að framtakið verði einnig í öðrum borgum.
Þessi umdeilda ákvörðun hefur verið gagnrýnd af öðrum stjórnmálaflokkum og kjötgeiranum, en talsmaður kjötgeirans sagði: „Yfirvöld ganga of langt í að segja fólki hvað sé fyrir bestu.“
Verður þetta fyrsta borgin af mörgum til að banna kjötauglýsingar á almennum vettvangi og mun það hafa áhrif?
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt5 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






