Vín, drykkir og keppni
Fyrsta bjórhátíð Samtaka Íslenskra Handverksbrugghúsa haldin 18. ágúst

Samtök sjálfstæðra smærri handverksbrugghúsa á Íslandi. Erlent heiti samtakana er Independent Craft Brewers of Iceland.
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni og taka 11 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi.
Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi. Það fæst hérna.
Þátttakendur eru:
- Bryggjan Brugghús
- Bastard Brew and Food
- Beljandi
- Bruggsmiðjan Kaldi
- Dokkan Brugghús
- Eimverk Distillery
- Gæðingur
- Malbygg
- RVK Brewing Co.
- The Brothers Brewery
- Ægir Brugghús
Ekki láta þetta tækifæri til að kynnast íslensku handverki framhjá þér fara.
Um Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa
Í febrúar 2018 komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Myndir: facebook / Samtök íslenskra handverksbrugghúsa

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið