Vín, drykkir og keppni
Fyrsta bjórhátíð Samtaka Íslenskra Handverksbrugghúsa haldin 18. ágúst
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni og taka 11 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi.
Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi. Það fæst hérna.
Þátttakendur eru:
- Bryggjan Brugghús
- Bastard Brew and Food
- Beljandi
- Bruggsmiðjan Kaldi
- Dokkan Brugghús
- Eimverk Distillery
- Gæðingur
- Malbygg
- RVK Brewing Co.
- The Brothers Brewery
- Ægir Brugghús
Ekki láta þetta tækifæri til að kynnast íslensku handverki framhjá þér fara.
Um Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa
Í febrúar 2018 komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Myndir: facebook / Samtök íslenskra handverksbrugghúsa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana