Vín, drykkir og keppni
Fyrsta bjórhátíð Samtaka Íslenskra Handverksbrugghúsa haldin 18. ágúst

Samtök sjálfstæðra smærri handverksbrugghúsa á Íslandi. Erlent heiti samtakana er Independent Craft Brewers of Iceland.
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni og taka 11 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi.
Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi. Það fæst hérna.
Þátttakendur eru:
- Bryggjan Brugghús
- Bastard Brew and Food
- Beljandi
- Bruggsmiðjan Kaldi
- Dokkan Brugghús
- Eimverk Distillery
- Gæðingur
- Malbygg
- RVK Brewing Co.
- The Brothers Brewery
- Ægir Brugghús
Ekki láta þetta tækifæri til að kynnast íslensku handverki framhjá þér fara.
Um Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa
Í febrúar 2018 komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum. Í samtökunum eru nú 21 handverksbrugghús um land allt.
Myndir: facebook / Samtök íslenskra handverksbrugghúsa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir







