Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fulltrúi Íslands í keppninni um besta vínþjón heims er Þorleifur Sigurbjörnsson
„Þú kemur inn, við borðið sitja fjórir matargestir við borð. Þú horfir yfir borðið, þar bíða tilbúin kampavínsglös og í ísfötu liggur kampavínsflaska á kæli.“
Svona byrjar skemmtilegur pistill á vinotek.is þar sem fjallað er um keppnina um besta vínþjón heims sem nú fer fram á Park Hyatt-hótelinu í Mendoza í Argentínu.
Sjá einnig: Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016
Það voru rúmlega sextíu keppendur frá öllum heimsálfum sem mættu til leiks í Mendoza og fulltrúi Íslands er Þorleifur Sigurbjörnsson eða Tolli sem er með reynslumestu vínþjónum Íslands og hefur starfað á veitingahúsum og hjá víninnflytjendum um árabil. Hann ákvað að slá til og taka á ný þátt í Íslandsmóti íslenskra vínþjóna fyrr í vetur og bar þar sigur úr býtum og er því fulltrúi Íslands í keppninni.
Nánar um keppnina á eftirfarandi vefslóðum ásamt myndum á vinotek.is:
Bestu vínþjónar heims keppa í Argentínu
Mynd: vinotek.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






