Uppskriftir
Frönsk banana og kanil rist með kotasælu og hlynsírópi
Fyrir 4 persónur.
Innihald:
3 þeytt egg
1 dl mjólk
1 vanilluskaf á hnífsoddi
1 msk hunang
1/2 tsk kanilduft
4 msk kotasæla
4 stk 2.5 sm þykkar brioche eða gott brauð
2 msk smjör til steikingar
2 stk bananar skornir í tvennt og í lengjur
saxaðar ristaðar möndlur
hlynsíróp
Aðferð:
- Blandið saman þeyttu eggi, mjólk, vanillu, hunangi og kanil í skál. Blandið vel saman með gaffli. Hellið blöndunni í grunna skál og leggið brauðið í og látið drekka í sig eggin í um mínutu á hvorri hlið.
- Steikið í smjörinu á pönnu þar til brauðið hefur tekið góðan lit.
- Setjið brauðið á disk og banana ofaná. Tvær sneiðar á mann. Toppið með matskeið af kotasælu ásamt hlynsírópi og ristuðum möndlum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn