Uppskriftir
Frönsk banana og kanil rist með kotasælu og hlynsírópi
Fyrir 4 persónur.
Innihald:
3 þeytt egg
1 dl mjólk
1 vanilluskaf á hnífsoddi
1 msk hunang
1/2 tsk kanilduft
4 msk kotasæla
4 stk 2.5 sm þykkar brioche eða gott brauð
2 msk smjör til steikingar
2 stk bananar skornir í tvennt og í lengjur
saxaðar ristaðar möndlur
hlynsíróp
Aðferð:
- Blandið saman þeyttu eggi, mjólk, vanillu, hunangi og kanil í skál. Blandið vel saman með gaffli. Hellið blöndunni í grunna skál og leggið brauðið í og látið drekka í sig eggin í um mínutu á hvorri hlið.
- Steikið í smjörinu á pönnu þar til brauðið hefur tekið góðan lit.
- Setjið brauðið á disk og banana ofaná. Tvær sneiðar á mann. Toppið með matskeið af kotasælu ásamt hlynsírópi og ristuðum möndlum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024