Uppskriftir
Frönsk banana og kanil rist með kotasælu og hlynsírópi
Fyrir 4 persónur.
Innihald:
3 þeytt egg
1 dl mjólk
1 vanilluskaf á hnífsoddi
1 msk hunang
1/2 tsk kanilduft
4 msk kotasæla
4 stk 2.5 sm þykkar brioche eða gott brauð
2 msk smjör til steikingar
2 stk bananar skornir í tvennt og í lengjur
saxaðar ristaðar möndlur
hlynsíróp
Aðferð:
- Blandið saman þeyttu eggi, mjólk, vanillu, hunangi og kanil í skál. Blandið vel saman með gaffli. Hellið blöndunni í grunna skál og leggið brauðið í og látið drekka í sig eggin í um mínutu á hvorri hlið.
- Steikið í smjörinu á pönnu þar til brauðið hefur tekið góðan lit.
- Setjið brauðið á disk og banana ofaná. Tvær sneiðar á mann. Toppið með matskeið af kotasælu ásamt hlynsírópi og ristuðum möndlum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







