Uppskriftir
Frönsk banana og kanil rist með kotasælu og hlynsírópi
Fyrir 4 persónur.
Innihald:
3 þeytt egg
1 dl mjólk
1 vanilluskaf á hnífsoddi
1 msk hunang
1/2 tsk kanilduft
4 msk kotasæla
4 stk 2.5 sm þykkar brioche eða gott brauð
2 msk smjör til steikingar
2 stk bananar skornir í tvennt og í lengjur
saxaðar ristaðar möndlur
hlynsíróp
Aðferð:
- Blandið saman þeyttu eggi, mjólk, vanillu, hunangi og kanil í skál. Blandið vel saman með gaffli. Hellið blöndunni í grunna skál og leggið brauðið í og látið drekka í sig eggin í um mínutu á hvorri hlið.
- Steikið í smjörinu á pönnu þar til brauðið hefur tekið góðan lit.
- Setjið brauðið á disk og banana ofaná. Tvær sneiðar á mann. Toppið með matskeið af kotasælu ásamt hlynsírópi og ristuðum möndlum.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum