Vertu memm

Frétt

Fréttatilkynning frá Snaps – „Það hefur gustað aðeins um okkur að undanförnu….“

Birting:

þann

Þórir Helgi Bergsson ásamt veitingamönnunum Soner og Umit

Umit Camas, Þórir Helgi Bergsson og Soner Darıcı

Nú fyrir stuttu sagði nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra.

Sjá einnig:

Starfslið Snaps hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra

Snaps birtir fréttatilkynningu á facebook síðu staðarins nú fyrir stuttu, þar sem segir meðal annars að Þórir Helgi Bergsson ásamt veitingamönnunum Soner Darıcı og Umit Camas taka við sem rekstraraðilar Snaps og stefnt er að því að þeir gerist meðeigendur á næstunni.

Fréttatilkynningin í heild sinni:

Kæru Snapsvinir nær og fjær,

Það hefur gustað aðeins um okkur að undanförnu og við viljum að þið vitið að við heyrum í ykkur, hvort sem það eru gestir eða starfsfólk. Við ætlum að gera betur og koma Snaps aftur á réttan kjöl.

Snaps er ekki bara einhver veitingastaður. Frá stofnun hefur hann verið eins konar almannaeign í Þingholtunum. Snaps opnaði í kjölfar hrunsins og var fyrsti staðurinn sem gekk vel á þeim tíma án þess að vera við aðalgötu. Snaps var hliðargötufrumherji og breytti leiknum með kósý andrúmslofti, afslappaðri þjónustu og góðum bistró-mat á sanngjörnu verði. Stofnendurnir voru vinir, starfsfólkið eins og fjölskylda og fastakúnnarnir og aðrir gestir fylltu húsið af lífi alla daga vikunnar – frá morgni til kvölds.

Við finnum að þeim sem þykir vænt um Snaps, hafa unnið á honum eða sótt hann reglulega í gegnum árin, þykir sárt að heyra af staðnum í erfiðleikum. Snaps hefur gengið í gegnum margt að undanförnu, vöxt, eigenda- og mannabreytingar og takmarkanir á opnunartíma í Covid. Snaps opnaði að nýju í aprílmánuði á þessu ári eftir að hafa verið lokaður í nokkra mánuði. Fyrir stað, sem gat í krafti vinsælda sinna og góðs anda haldið í gott starfsfólk lengur en flestir aðrir veitingastaðir, var svona löng stöðvun sérstaklega erfið. Við höfum verið að finna fæturna síðan. Það hefur vissulega ekki verið alveg þrautalaust en við höfum líka fundið mikinn velvilja frá fastagestum sem hafa margir verið að snúa aftur til okkar.

Þá er helst í fréttum hjá okkur að við verðum líklega eigendarekinn aftur á næstunni en hann Þórir Helgi Bergsson, sem lengi rak veitingastaðinn Bergsson mathús í Templarasundi í Kvosinni, ásamt veitingamönnunum Soner og Umit sem eru upprunalega frá Tyrklandi en hafa búið á Íslandi um árabil, eru að taka við sem rekstraraðilar Snaps og stefnt er að því að þeir gerist meðeigendur á næstunni.

Planið er einfalt. Við ætlum að endurvekja gamla góða Snaps, hlúa vel að starfsfólki og tryggja að maturinn, stemningin og hlýi góði andinn sem við öll þekkjum taki á móti ykkur þegar þið komið næst. Sjáumst á Snaps!

Þegar fréttastofa Stöðvar 2 leit við á Snaps í kvöld (16. október 2021) virtist allt vera með besta móti, setið var í hverju sæti og gestir virtust hreinlega streyma inn um dyrnar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi:

Mynd: facebook / Snaps

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið