Frétt
Fresta Matarmarkaði Íslands vegna kórónuveirunnar ( COVID-19 )
Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað til 2. – 3. maí næstkomandi.
Sjá einnig: Matarmarkaður Íslands í Hörpu
Matarmarkaður Íslands hefur alltaf verið vel sóttur bæði af framleiðendum sem og neytendum. Þar koma saman yfir 20.000 manns og njóta þess að smakka á matarhandverki víðs vegar að af landinu og kynnast framleiðendum þess.
Hlédís og Eirny skipuleggjendur Matarmarkaðs Íslands hafa sent frá sér tilkynningu, en þar segir:
„Stemningin hefur alltaf verið einstök á markaðnum og óttumst við að vegna þeirrar veiru sem nú gengur yfir landið, nái gestir ekki að njóta sín, smakka og dvelja í rólegheitum á markaðnum.
Það verður því vormarkaður fyrstu helgina í maí og þar vonumst við til að sjá sem flesta og vonum að gestir njóti stað og stundar að venju,“
Mynd: Helga Björnsdóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum