Frétt
Fresta Matarmarkaði Íslands vegna kórónuveirunnar ( COVID-19 )
Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað til 2. – 3. maí næstkomandi.
Sjá einnig: Matarmarkaður Íslands í Hörpu
Matarmarkaður Íslands hefur alltaf verið vel sóttur bæði af framleiðendum sem og neytendum. Þar koma saman yfir 20.000 manns og njóta þess að smakka á matarhandverki víðs vegar að af landinu og kynnast framleiðendum þess.
Hlédís og Eirny skipuleggjendur Matarmarkaðs Íslands hafa sent frá sér tilkynningu, en þar segir:
„Stemningin hefur alltaf verið einstök á markaðnum og óttumst við að vegna þeirrar veiru sem nú gengur yfir landið, nái gestir ekki að njóta sín, smakka og dvelja í rólegheitum á markaðnum.
Það verður því vormarkaður fyrstu helgina í maí og þar vonumst við til að sjá sem flesta og vonum að gestir njóti stað og stundar að venju,“
Mynd: Helga Björnsdóttir

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu