Nemendur & nemakeppni
Freisting.is boðið upp á kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka
Þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn var blásið til veislu í þjónakennslurými Hótel og matvælaskólans í MK. Árlegur Café MK dagur var haldin en þá taka höndum saman þjóna- og bakaranemar skólans og slá upp veislu með nýbökuðu bakkelsi, kökum og kruðeríi og nýlöguðu kaffi eftir kúnstarinnar reglum allt frá hefðbundinni uppáhellu í öllu framandlegri kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka og kennt er við Latte.
Niðurstaðan: Ljúffengar kaffiveitingar og gott kaffibrauð í alla staði, alltaf gaman að koma uppí skóla og gaman að fá að fylgjast með því sem verið er að gera innan deilda skólans.
Margt var um gesti á staðnum auk þess sem kunn andlit bakarageirans litu við, t.a.m. þeir Gunnlaugur Örn Valsson Sælkeradreifingu og Bergsveinn Arilíusson bakaradrengur og söngfugl með meiru.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni21 klukkustund síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið