Nemendur & nemakeppni
Freisting.is boðið upp á kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka
Þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn var blásið til veislu í þjónakennslurými Hótel og matvælaskólans í MK. Árlegur Café MK dagur var haldin en þá taka höndum saman þjóna- og bakaranemar skólans og slá upp veislu með nýbökuðu bakkelsi, kökum og kruðeríi og nýlöguðu kaffi eftir kúnstarinnar reglum allt frá hefðbundinni uppáhellu í öllu framandlegri kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka og kennt er við Latte.
Niðurstaðan: Ljúffengar kaffiveitingar og gott kaffibrauð í alla staði, alltaf gaman að koma uppí skóla og gaman að fá að fylgjast með því sem verið er að gera innan deilda skólans.
Margt var um gesti á staðnum auk þess sem kunn andlit bakarageirans litu við, t.a.m. þeir Gunnlaugur Örn Valsson Sælkeradreifingu og Bergsveinn Arilíusson bakaradrengur og söngfugl með meiru.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?