Vertu memm

Starfsmannavelta

Frederiksen Ale House hættir starfsemi

Birting:

þann

Frederiksen Ale House

Frederiksen Ale House hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt, en þetta staðfestir Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, í samtali við mbl.is.

Hún segir framkvæmdir og erfið ár vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert útslagið. Þau hafi neyðst til þess að loka eldhúsinu eftir faraldurinn sem hafi reynst þeim erfitt því staðurinn hafi verið þekktur fyrir matinn sem þau buðu upp á.

Sjá einnig: Veitingarýni – Frederiksen Ale House

Í desember hafi ákveðið uppgjör átt sér stað og þreyta verið komin í fjölskylduna, sem hefur rekið staðinn í sameiningu síðan 2014.

Sjá einnig: Ölhús opnar á einu fallegasta horni miðbæjarins

„Það tekur tíma að láta svona fúnkera, maður þarf að pússa alla vankanta. Svo var þetta bara farið að ganga svo ofboðslega fínt og maður aðeins farinn að geta aðeins, pínu, sleppt höndum en þá byrjuðu þeir að grafa fyrir framan skattinn.

Þetta var bara annað Hverfisgötudæmi, þetta byrjaði þar. Hvort að það var í tæpt ár, þeir kláruðu held ég um áramótin, janúar kannski og Covid kemur í febrúar. Þetta var of mikið,“

segir Stella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: facebook / Frederiksen Ale House

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið