Starfsmannavelta
Frederiksen Ale House hættir starfsemi
Frederiksen Ale House hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt, en þetta staðfestir Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, í samtali við mbl.is.
Hún segir framkvæmdir og erfið ár vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert útslagið. Þau hafi neyðst til þess að loka eldhúsinu eftir faraldurinn sem hafi reynst þeim erfitt því staðurinn hafi verið þekktur fyrir matinn sem þau buðu upp á.
Sjá einnig: Veitingarýni – Frederiksen Ale House
Í desember hafi ákveðið uppgjör átt sér stað og þreyta verið komin í fjölskylduna, sem hefur rekið staðinn í sameiningu síðan 2014.
Sjá einnig: Ölhús opnar á einu fallegasta horni miðbæjarins
„Það tekur tíma að láta svona fúnkera, maður þarf að pússa alla vankanta. Svo var þetta bara farið að ganga svo ofboðslega fínt og maður aðeins farinn að geta aðeins, pínu, sleppt höndum en þá byrjuðu þeir að grafa fyrir framan skattinn.
Þetta var bara annað Hverfisgötudæmi, þetta byrjaði þar. Hvort að það var í tæpt ár, þeir kláruðu held ég um áramótin, janúar kannski og Covid kemur í febrúar. Þetta var of mikið,“
segir Stella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Frederiksen Ale House

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars