Starfsmannavelta
Frederiksen Ale House hættir starfsemi
Frederiksen Ale House hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt, en þetta staðfestir Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, í samtali við mbl.is.
Hún segir framkvæmdir og erfið ár vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert útslagið. Þau hafi neyðst til þess að loka eldhúsinu eftir faraldurinn sem hafi reynst þeim erfitt því staðurinn hafi verið þekktur fyrir matinn sem þau buðu upp á.
Sjá einnig: Veitingarýni – Frederiksen Ale House
Í desember hafi ákveðið uppgjör átt sér stað og þreyta verið komin í fjölskylduna, sem hefur rekið staðinn í sameiningu síðan 2014.
Sjá einnig: Ölhús opnar á einu fallegasta horni miðbæjarins
„Það tekur tíma að láta svona fúnkera, maður þarf að pússa alla vankanta. Svo var þetta bara farið að ganga svo ofboðslega fínt og maður aðeins farinn að geta aðeins, pínu, sleppt höndum en þá byrjuðu þeir að grafa fyrir framan skattinn.
Þetta var bara annað Hverfisgötudæmi, þetta byrjaði þar. Hvort að það var í tæpt ár, þeir kláruðu held ég um áramótin, janúar kannski og Covid kemur í febrúar. Þetta var of mikið,“
segir Stella í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Frederiksen Ale House
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum