Viðtöl, örfréttir & frumraun
Framkvæmdir hjá Einsa Kalda – Myndir

F.v. Ingibergur Einarsson lakkari og Gunnar Þór Friðriksson húsvörður og Einar Björn Árnason eigandi Einsa Kalda
Framkvæmdir á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum hófust í gær og verður lokað tímabundið á meðan.
„Erum að lakka gólfið, klæða básana og fleira. Erum í raun og veru að nýta tímann til þess að ferska upp á staðinn fyrir átökin.“
Sagði Einar Björn Árnason matreiðslumaður og eigandi Einsa Kalda í samtali við veitingageirinn.is og átti þar við átökin fyrir sumarvertíðina.
„Fram í janúar, ætla svo að opna um leið og sóttvarnarreglum verður aflétt. Eyjamenn eru mjög hrifnir af staðnum þannig að vonandi fer þetta ástand að batna, þetta er alveg orðið ágætt.“
Sagði Einar, aðspurður um tímaáætlun á framkvæmdunum.
Nýr og spennandi matseðill er í vinnslu og mun veitingageirinn.is birta hann þegar Einsi Kaldi opnar eftir framkvæmdirnar.
Myndir: facebook / Einsi Kaldi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.