Viðtöl, örfréttir & frumraun
Framkvæmdir hjá Einsa Kalda – Myndir
Framkvæmdir á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum hófust í gær og verður lokað tímabundið á meðan.
„Erum að lakka gólfið, klæða básana og fleira. Erum í raun og veru að nýta tímann til þess að ferska upp á staðinn fyrir átökin.“
Sagði Einar Björn Árnason matreiðslumaður og eigandi Einsa Kalda í samtali við veitingageirinn.is og átti þar við átökin fyrir sumarvertíðina.
„Fram í janúar, ætla svo að opna um leið og sóttvarnarreglum verður aflétt. Eyjamenn eru mjög hrifnir af staðnum þannig að vonandi fer þetta ástand að batna, þetta er alveg orðið ágætt.“
Sagði Einar, aðspurður um tímaáætlun á framkvæmdunum.
Nýr og spennandi matseðill er í vinnslu og mun veitingageirinn.is birta hann þegar Einsi Kaldi opnar eftir framkvæmdirnar.
Myndir: facebook / Einsi Kaldi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024