Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Framkvæmdir á nýja hótelinu við Geysi í Haukadal miðar vel áfram | Nýr veitingastaður opnaði í sumar – Myndir og Vídeó
Framkvæmdir við 77 herbergja glæsihótel við Geysi í Haukadal miðar vel áfram, en stefnt er að opnun hótelsins árið 2018.
Nýbyggingin verður um 7 þúsund fermetrar og er Leifur Welding concept hönnuður sem hannar hótelið ásamt samstarfskonu sinni, arkitektinum Brynhildi Guðlaugsdóttur, hjá hönnunarfyrirtæki hans, W Concept Creation.
Leifur segir hótelið verða í sérflokki á Íslandi. Öll herbergin verða í það minnsta á stærð við smærri svítur.
„Hótelið verður með óvenju mikinn íburð. Þessi stærðargráða af herbergjum hefur ekki sést á íslenskum hótelum áður. Það verður mikið lagt í alla upplifun og hönnun hótelsins. Þetta verður i hæsta klassa á hóteli á Íslandi. Það er óhætt að segja það,“
segir Leifur.
Vinna við sökkul á nýja hótelinu þann 3. maí s.l.:
Á vef hótelsins segir að hótelið verður rekið undir merkjum Hótels Geysis. Þar eru nú 22 herbergi auk 24 herbergja í smáhýsum, sem leigð eru út á lóð hótelsins. Leifur segir framkvæmdirnar fela í sér að Hótel Geysir verði endurbyggt.

Í ár verður ekki vinsæla fjölskyldu jólahlaðborðið á hótelinu þar sem framkvæmdir standa yfir á hótelinu sem og í skóginum. Jólahlaðborðið mun þó snúa aftur síðar og verður það rækilega auglýst í fullum jólaskrúða á facebook síðu Hótel Geysis.
Myndbrot sem sýnir stutt yfirlit yfir Geysissvæðið í 120m hæð 30. maí s.l.:

Bjarki Hilmarsson er yfirmatreiðslumeistari Hótel Geysis en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 23 ár. Bjarki er framúrskarandi kokkur, og fagmaður fram í fingurgóma.
Eitthvað af smáhýsunum munu víkja fyrir nýju byggingunni. Vegna nálægðar við Geysi, eina helstu náttúruperlu landsins, sé lögð áhersla á að eins lítið fari fyrir nýja hótelinu og kostur er og að byggingin falli inn í náttúruna. Verður það byggt inn í landslagið í aflíðandi hlíð að Beiná.
„Við munum stækka eldra húsnæði Hótel Geysis og fella nýju bygginguna að þeirri gömlu. Allri uppsetningu á veitingastöðum og eldhúsum verður breytt. Nýja hótelið verður byggt þannig að hægt sé að fjölga herbergjum í 160, sem er framtíðarplanið, án þess að þurfa að stækka þvottahús, eldhús, veitingastaðinn, móttöku eða aðra innviði hótelsins. Unnið er að landslagshönnun sem mun gera það að verkum að byggingin mun falla vel inn í náttúruna. Þegar gestir munu horfa til hótelsins frá Geysi munu þeir aðeins sjá lítinn hluta byggingarinnar. Náttúruleg byggingarefni verða notuð í bygginguna til að hún falli sem best að umhverfinu,“
segir Leifur.
Efri hæðin þar sem nú er veitingastaður á Hótel Geysi verður endurbyggður og þar komið fyrir stórum veislusal, sem mun henta vel undir stórveislur og eða brúðkaupsveislur. Veitingastaðurinn verður allur endurnýjaður og stækkaður. Eins verða nokkrar stærðir af fundar og ráðstefnusölum í hótelinu.
Vídeó frá árinu 2012
Leifur hannaði veitingastaðinn Geysir Glímu sem var opnaður í júní 2012. Veitingasalurinn á Geysi tekur 250 manns í sæti og með tilkomu hans er dag hvern hægt að afgreiða um þúsund matargesti þar, í söluskála og á veitingastað á Hótel Geysis.
Súpa – Nýr veitingastaður Geysi í Haukadal

Rekstaraðilar svæðisins hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir mat fyrir grænmetisætur og fólk sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl og var því ákveðið að opna nýjan veitingastað við Geysi í Haukadal.
Í sumar opnaði nýr veitingastaður við Geysi í Haukadal, en staðurinn ber heitið Súpa, þar sem áhersla er lögð á hollar og matarmiklar súpur ásamt góðu úrvali fyrir grænmetisætur.
Myndir: facebook / Hotelgeysir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?