Bocuse d´Or
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppti fyrir hönd Íslands í virtu Bocuse d´Or keppninni sem haldin var í Lyon í Frakklandi dagana 26. og 27. janúar 2025. Aðstoðarmaður Sindra var Hinrik Örn Halldórsson.
Úrslitin voru tilkynnt í dag kl. 17.00 á íslenskum tíma við hátíðalega athöfn, en tuttugu og fjórar þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.
Það var Frakkland sem hreppti 1. sætið, Danmörk í 2. sæti og Svíþjóð í 3. sæti. Sindri Guðbrandur náði 8. sæti.
Sérstök verðlaun voru veitt í keppninni:
Besta aðstoðarmanninn: Frakkland
Besta fiskréttinn: Noregur
Besta kjötréttinn: Ungverjaland
Besta samfélagslega ábyrgð: Nýja-Sjáland
Hráefnið sem keppendur þurftu að elda úr var humar, barri, sellerí og sellerírót á silfur fat og svo kynnt fyrir dómurum á disk og kjötfat þar sem aðal hráefnið var dádýr, andalifur og ávaxta meðlæti.
Sindri hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða fiskrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum diskum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Sindri, Hinrik aðstoðarmaður hans og Sigurjón þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.
Sjá einnig: Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
Góður árangur Íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Viktor Örn Andrésson í sérlegri Bocuse d´Or nefnd, Sigurjón Bragi Geirsson þjálfari, Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d´Or kandítat, Hinrik Örn Halldórsson aðstoðarmaður Sindra og Þráinn Freyr Vigfússon dómari fyrir hönd Íslands
- Frakkland í 1. sætið
- Danmörk í 2. sætið
- Svíþjóð í 3. sæti
Heildarstigin
Íslenska liðið í heild sinni
Bocuse d´Or kandítat: Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns var: Hinrik Örn Halldórsson
Aðstoðarmenn:
Sindri Hrafn Rúnarsson
Símon Kristjánsson Sullca
Hákon Orri Stefánsson
Þjálfari: Sigurjón Bragi Geirsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands var: Þráinn Freyr Vigfússon
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Innilega til hamingju Sindri með glæsilegan árangur.
Myndir: Þráinn Freyr Vigfússon, bocusedor.com og skjáskot úr beinu útsendingunni.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun