Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frægt franskt veitingahús með pop-up á SKÁL!
Franska sendiráðið á Íslandi vill vekja athygli á spennandi matarviðburði á veitingahúsinu Skál! á Hlemmi Mathöll dagana 30. og 31. mars næstkomandi.
Um er að ræða „pop-up“ frá hinu einstaka franska veitingahúsi Les Enfants du Marché í París en kokkarnir munu elda fyrir gesti og gangandi.
Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.
Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.
Eigendur Skál kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn. Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché.
Kokkarnir í Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.
Engar borðapantanir eru mögulegar, fyrstur kemur fyrstur fær.
Instagram síða Les Enfants du Marché er : lesenfantsdumarche
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame