Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frægt franskt veitingahús með pop-up á SKÁL!
![Les Enfants du Marché í París](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/03/les-enfants-du-marche.jpg)
Einn af vinsælum réttum hjá Les Enfants du Marché
Grænn og hvítur aspas grillaður á plancha grilli, ígulker, mimolette ostur, Treviso radísur og blaðlaukaolía.
Franska sendiráðið á Íslandi vill vekja athygli á spennandi matarviðburði á veitingahúsinu Skál! á Hlemmi Mathöll dagana 30. og 31. mars næstkomandi.
Um er að ræða „pop-up“ frá hinu einstaka franska veitingahúsi Les Enfants du Marché í París en kokkarnir munu elda fyrir gesti og gangandi.
Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.
Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.
Eigendur Skál kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn. Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché.
Kokkarnir í Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.
Engar borðapantanir eru mögulegar, fyrstur kemur fyrstur fær.
Instagram síða Les Enfants du Marché er : lesenfantsdumarche
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan