Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frægt franskt veitingahús með pop-up á SKÁL!
Franska sendiráðið á Íslandi vill vekja athygli á spennandi matarviðburði á veitingahúsinu Skál! á Hlemmi Mathöll dagana 30. og 31. mars næstkomandi.
Um er að ræða „pop-up“ frá hinu einstaka franska veitingahúsi Les Enfants du Marché í París en kokkarnir munu elda fyrir gesti og gangandi.
Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.
Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.
Eigendur Skál kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn. Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché.
Kokkarnir í Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.
Engar borðapantanir eru mögulegar, fyrstur kemur fyrstur fær.
Instagram síða Les Enfants du Marché er : lesenfantsdumarche
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana