Frétt
Fræðsludagskrá Nordic Food og E-Commerce USA
Íslandsstofa í samvinnu við Business Sweden og Nordic Innovation House býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í fræðsludagskrá Nordic Food sem ætluð er norrænum matvælafyrirtækjum sem hafa áhuga á bandaríska markaðinum.
Dagskráin felst í mánaðarlegum vefkynningum um ákveðið málefni sem tengist því að koma matvöru á markað í Bandaríkjunum. Í kjölfar hverrar kynningar býðst völdum fyrirtækjum tækifæri til að eiga fundi með dreifingaraðilum, fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða annað sem við á, allt eftir umfjöllunarefni. Kynningarnar hefjast í apríl, sjá dagskrá hér að neðan.
Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Samhliða fer fram fræðsla sem snýr að tækifærum í bandarískri vefverslun. Sú dagskrá hentar öllum sem hafa áhuga á þessum markaði, jafnt matvælaframleiðendum sem öðrum.
Í dag, 11. mars kl. 16.00 er á dagskrá kynningin “Using a 3PL for local distribution”.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






