Frétt
Fræðsludagskrá Nordic Food og E-Commerce USA
Íslandsstofa í samvinnu við Business Sweden og Nordic Innovation House býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í fræðsludagskrá Nordic Food sem ætluð er norrænum matvælafyrirtækjum sem hafa áhuga á bandaríska markaðinum.
Dagskráin felst í mánaðarlegum vefkynningum um ákveðið málefni sem tengist því að koma matvöru á markað í Bandaríkjunum. Í kjölfar hverrar kynningar býðst völdum fyrirtækjum tækifæri til að eiga fundi með dreifingaraðilum, fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða annað sem við á, allt eftir umfjöllunarefni. Kynningarnar hefjast í apríl, sjá dagskrá hér að neðan.
Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Samhliða fer fram fræðsla sem snýr að tækifærum í bandarískri vefverslun. Sú dagskrá hentar öllum sem hafa áhuga á þessum markaði, jafnt matvælaframleiðendum sem öðrum.
Í dag, 11. mars kl. 16.00 er á dagskrá kynningin “Using a 3PL for local distribution”.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum