Frétt
Fræðsludagskrá Nordic Food og E-Commerce USA
Íslandsstofa í samvinnu við Business Sweden og Nordic Innovation House býður íslenskum fyrirtækjum að taka þátt í fræðsludagskrá Nordic Food sem ætluð er norrænum matvælafyrirtækjum sem hafa áhuga á bandaríska markaðinum.
Dagskráin felst í mánaðarlegum vefkynningum um ákveðið málefni sem tengist því að koma matvöru á markað í Bandaríkjunum. Í kjölfar hverrar kynningar býðst völdum fyrirtækjum tækifæri til að eiga fundi með dreifingaraðilum, fá einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða annað sem við á, allt eftir umfjöllunarefni. Kynningarnar hefjast í apríl, sjá dagskrá hér að neðan.
Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Samhliða fer fram fræðsla sem snýr að tækifærum í bandarískri vefverslun. Sú dagskrá hentar öllum sem hafa áhuga á þessum markaði, jafnt matvælaframleiðendum sem öðrum.
Í dag, 11. mars kl. 16.00 er á dagskrá kynningin “Using a 3PL for local distribution”.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s