Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í VERU mathöll
VERA mathöll opnaði í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í ágúst síðastliðnum. Vegna breytinga sem eru að eiga sér stað á nýju ári losnar veitingabás í höllinni og er leitað að metnaðarfullum rekstraraðila.
VERA þykir ein af glæsilegri mathöllum landsins en hún er staðsett í hjarta Vatnsmýrarinnar innan um iðandi atvinnulíf og steinsnar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í húsinu Grósku starfar fjöldi spennandi fyrirtækja og þar rekur líkamsræktarstöðin World Class eina af mest sóttu stöðvum sínum.
Í VERU eru átta veitingastaðir auk 200 manna viðburðasalar sem verið er að taka í notkun. Í viðburðasalnum eru fyrirhugaðir ýmsir viðburðir á borð við tónleika og uppistand, auk þess sem fólk getur leigt hann undir einkasamkvæmi.
Áhugasamir veitingaaðilar geta haft samband við Sigrúnu Ebbu Urbancic, framkvæmdastjóra VERU, á netfangið [email protected].
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins









