Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í VERU mathöll
VERA mathöll opnaði í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í ágúst síðastliðnum. Vegna breytinga sem eru að eiga sér stað á nýju ári losnar veitingabás í höllinni og er leitað að metnaðarfullum rekstraraðila.
VERA þykir ein af glæsilegri mathöllum landsins en hún er staðsett í hjarta Vatnsmýrarinnar innan um iðandi atvinnulíf og steinsnar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í húsinu Grósku starfar fjöldi spennandi fyrirtækja og þar rekur líkamsræktarstöðin World Class eina af mest sóttu stöðvum sínum.
Í VERU eru átta veitingastaðir auk 200 manna viðburðasalar sem verið er að taka í notkun. Í viðburðasalnum eru fyrirhugaðir ýmsir viðburðir á borð við tónleika og uppistand, auk þess sem fólk getur leigt hann undir einkasamkvæmi.
Áhugasamir veitingaaðilar geta haft samband við Sigrúnu Ebbu Urbancic, framkvæmdastjóra VERU, á netfangið sigrun@veragroska.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara