Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í VERU mathöll
VERA mathöll opnaði í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í ágúst síðastliðnum. Vegna breytinga sem eru að eiga sér stað á nýju ári losnar veitingabás í höllinni og er leitað að metnaðarfullum rekstraraðila.
VERA þykir ein af glæsilegri mathöllum landsins en hún er staðsett í hjarta Vatnsmýrarinnar innan um iðandi atvinnulíf og steinsnar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í húsinu Grósku starfar fjöldi spennandi fyrirtækja og þar rekur líkamsræktarstöðin World Class eina af mest sóttu stöðvum sínum.
Í VERU eru átta veitingastaðir auk 200 manna viðburðasalar sem verið er að taka í notkun. Í viðburðasalnum eru fyrirhugaðir ýmsir viðburðir á borð við tónleika og uppistand, auk þess sem fólk getur leigt hann undir einkasamkvæmi.
Áhugasamir veitingaaðilar geta haft samband við Sigrúnu Ebbu Urbancic, framkvæmdastjóra VERU, á netfangið [email protected].
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?









