Markaðurinn
Frábært veitingatækifæri í VERU mathöll
VERA mathöll opnaði í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri í ágúst síðastliðnum. Vegna breytinga sem eru að eiga sér stað á nýju ári losnar veitingabás í höllinni og er leitað að metnaðarfullum rekstraraðila.
VERA þykir ein af glæsilegri mathöllum landsins en hún er staðsett í hjarta Vatnsmýrarinnar innan um iðandi atvinnulíf og steinsnar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í húsinu Grósku starfar fjöldi spennandi fyrirtækja og þar rekur líkamsræktarstöðin World Class eina af mest sóttu stöðvum sínum.
Í VERU eru átta veitingastaðir auk 200 manna viðburðasalar sem verið er að taka í notkun. Í viðburðasalnum eru fyrirhugaðir ýmsir viðburðir á borð við tónleika og uppistand, auk þess sem fólk getur leigt hann undir einkasamkvæmi.
Áhugasamir veitingaaðilar geta haft samband við Sigrúnu Ebbu Urbancic, framkvæmdastjóra VERU, á netfangið [email protected].
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi









