Keppni
Frábær þátttaka og spennandi úrslit fram undan í bakaranemakeppni
Dagana 8. – 9. október fór fram forkeppni í nemakeppni í bakstri við frábærar aðstæður í Hótel- og matvælaskólanum. Alls skráðu sig 13 nemendur til keppni, en einn þurfti að afboða sig, þannig að 12 öflugir og metnaðarfullir bakaranemendur tóku þátt í forkeppninni sem haldin var 9. október.
Keppnin er dýrmæt reynsla fyrir alla þátttakendur en hún krefst skipulagningar, undirbúnings og fagmennsku á háu stigi og veitir þátttakendum góða innsýn í það sem bíður þeirra á sveinsprófi síðar meir.
Úrslitakeppnin fer fram 15. og 16. október.
Þessir keppa til úrslita:
Anna Kolbrún – Bakarí: Gulli Arnar
Evgeniia Vaganova – Bakarí: Gæðabakstur
Sigurjón Trausti – Bakarí: Gæðabakstur
Funi Hrafn – Bakarí: Passion
Þórný Arna – Bakarí: Bæjarbakari
Þorkell Máni – Bakarí: Mosfellsbakari
Úrslitin verða kynnt fimmtudaginn 16. okt kl. 16:00 í Sunnusal og við hvetjum alla til að fylgjast með.
Myndir: mk.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður



















