Keppni
Frábær þátttaka og spennandi úrslit fram undan í bakaranemakeppni
Dagana 8. – 9. október fór fram forkeppni í nemakeppni í bakstri við frábærar aðstæður í Hótel- og matvælaskólanum. Alls skráðu sig 13 nemendur til keppni, en einn þurfti að afboða sig, þannig að 12 öflugir og metnaðarfullir bakaranemendur tóku þátt í forkeppninni sem haldin var 9. október.
Keppnin er dýrmæt reynsla fyrir alla þátttakendur en hún krefst skipulagningar, undirbúnings og fagmennsku á háu stigi og veitir þátttakendum góða innsýn í það sem bíður þeirra á sveinsprófi síðar meir.
Úrslitakeppnin fer fram 15. og 16. október.
Þessir keppa til úrslita:
Anna Kolbrún – Bakarí: Gulli Arnar
Evgeniia Vaganova – Bakarí: Gæðabakstur
Sigurjón Trausti – Bakarí: Gæðabakstur
Funi Hrafn – Bakarí: Passion
Þórný Arna – Bakarí: Bæjarbakari
Þorkell Máni – Bakarí: Mosfellsbakari
Úrslitin verða kynnt fimmtudaginn 16. okt kl. 16:00 í Sunnusal og við hvetjum alla til að fylgjast með.
Myndir: mk.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins



















