Sverrir Halldórsson
Fossvogur – Osló – Hringbraut – Reykjalundur | Þriðji kafli
Svo rann upp, dagurinn sem ég skyldi fara heim til Íslands og sem betur fer hafði verið sænskur sjúkraliði á næturvakt og sem kunni á rúmið, þannig að síðasta nóttin var frábær ég svaf í 7 tíma í einum rikk.
Rétt fyrir hádegi þegar við biðum eftir flutningi út á völl, er hurðinni svipt um og inn kemur eldri maður með gólfsíða kokkasvuntu og brosir aftur á hnakka. Hann byrjar að tala við móðir mína á norsku og hún svarar á islensku, en þau ná saman enga síður, en hann er að bjóða upp á nýbakaða vöfflu með sultu og rjóma og kaffi, móðir mín þiggur það, en ég afþakkaði. Svo komu sjúkraflutningamennirnir og er ég kom fram á gang ilmaði vöfflulykt um allt, góð kveðjustund.
Er við komum út að bílnum spurði ég þá, að ég hafði heyrt svo mikið af þyrluhljóði meðan ég var inni og sögðu þeir mér að ég hefði nánast verið undir þyrlupallinum á sjúkrahúsinu og skýrði það heila helling.
Svo var ekið út á flugvöll en það tók um klukkutíma og rifjaðist þá upp fyrir mér samtal sem ég átti við sjúkraflutningsmenn heima hvað bílarnir sem þeir fengju væru afllausir, fór ég að skoða bílinn að innan og sá strax að hann var með meiri búnað, en bílarnir heima.
Svo allt í einu gefur bílstjórinn hraustlega í og vá þvílíkur munur, þetta líktist frekar að maður væri í BMW enn ekki MB Sprinter sjúkrabíl og skildi ég umleið hvað íslensku sjúkraflutningsmennirnir hefðu verið að meina.
Svo komu við út á völl en þar beið eftir mér hjúkrunarfræðingur frá Landspítalanum en hún hafði komið með vélinni út, um morguninn, svo kom einhver starfsmaður á vellinum með hjólastól og ég var fluttur úr körfunni yfir í stólinn, síðan var mér rúllað i gegnum tollinn og út í vél þar sem mér var komið fyrir í fremstu sætaröð á Saga class og græjaður með súrefni og alles og kallinn var klár í flugið heim.
Eins og í fluginu út var dekrað við mann í þjónustu og leið mér svona þokkalega í fluginu, svo kom maturinn og eins og þið sjáið á myndinni var maturinn frekar óspennandi, kalkúnninn var í lagi, svo var marinerað kjöt sem ekki nokkur leið var að átta sig á hvað kjöt væri þar á ferð óspennandi, síðan var salat með byggi og einhverju gumsi, en það hefði mátt vera dressing með því þurrt var það, en brauðið var alveg frábært og konfektmolarnir líka.
Svo var lent í Keflavík, allir reknir út úr vélinni, því kallinn þurfti að komast í land og var ég síðastur út og þegar ég kem í litla stólnum út úr vélinni og inn í ranann þá stóð flugstjórinn þar og bauð mig velkominn til Íslands og gladdi það mig, svo var ég settur í körfu og út í sjúkrabíl og brunað í bæinn.
Og þegar ég kom inn á hótelið við Hringbraut og upp í gamla rúmið þá brosti ég aftur á hnakka því svo vel leið mér, ég var settur í 3ja daga einangrun, leið helgin fljótt og svo á þriðjudegi kom sjúkraþjálfari og var hennar verk að kom mér á lappir aftur og hófst sú raun daginn eftir, ég fékk lóð inn til mín inn á herbergið og gerði ég æfingu 10 sinnum á hverjum klukkutíma allan daginn til að styrkja mig og gekk þetta bara ágætlega allavega voru læknarnir og þjálfarinn ánægður með framfarir hjá mér ég lét setja mig á grænmetisfæði aftur og var það alveg prýðilegur matur.
Upp úr 20. nóvember 2012 var farið að tala um að koma mér í þjálfun og komu bæði yfirlæknir á Grensás og Reykjalundi og stóð mér til boða að fara á báða staðina, valdi ég Reykjalund þar sem ég hafði verið þar áður og þekkt til, og var þá hafinn undirbúningur að flutningi mínum og var nefndur dagur 2. desember og fór mér að hlakka til að sjá loks fyrir enda á þessari legu.
Mynd af rétti: Sverrir | Aðrar myndir fengnar af netinu
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt