Sverrir Halldórsson
Fossvogur – Osló – Hringbraut – Reykjalundur | Fyrsti kafli
Það var um miðjan ágúst 2012, að ég fer að finna að ekki er allt í lagi í skrokknum hjá mér og á miðvikudeginum var ástandið orðið þá slæmt að hafa þurfti samband við Stjána Babú og biðja hann að koma og flytja kallinn á hótelið í Fossvogi, áður en ég vissi af voru mættir 5 menn á 2 bílum, og þurftu þeir að bera mig niður um þrjár hæðir á svona harðplast bretti eins og björgunarsveitirnar nota.
Þeir keyrðu eins og þeir ættu lífið að leysa með diskóljósum og væli inn í Fossvog. Þar var farið með mig á bráðamóttökuna og strax byrjað að stinga og sjúga blóð, alls kyns slöngur tengdar við og þurfti doksi að nota lítið ómtæki til að finna æðarnar í mér, loks tókst það og þá var mér dengt upp á gjörgæslu í eins manns herbergi.
Daginn eftir kom bráðabirgða niðurstaða á því hvað væri að og eins og vanalega þegar ég á í hlut þá er það ekki eitthvað eitt heldur þvert í móti pakki og þessi pakki innihélt, Lungnabólgu, ofþornun, þvagsýrugigt og sýkingu sem talin var vera í vírunum úr bjargþráðinum í hjartað.
Svo kom að því að ég átti að fara á sýkladeildina en þá kom babb í bátinn, ég átti að vera á ganginum á deildinni, en það var ekki tekið í mál þannig að ég var á gjörgæslunni í tvo daga eða þar til herbergi var klárt fyrir mig.
Þegar ég kom svo á deildina voru alls skonar læknar að koma spyrja spurninga og fara og svo fór maður að borða af diski en ég hafði verið með næringu beint í æð. Einhver sérfræðingurinn setti mig á gigtalyf vegna þvagfærasýkingarinnar en nýrun höfnuðu þeim þannig að í einn svipann var búið að bætast við nýrnabilun og var alveg nóg fyrir.
Um miðjan september 2012 var ég alveg búinn að koxa á bollunum og sagði við hjúkkuna að ég vildi bara ristað brauð með osti og súrmjólk með corn flakes og er ég hafði eingöngu étið þetta í heila viku þá hafði hjúkkan samband við næruna og hún kom í heimsókn og spurði hvað væri hægt að gera fyrir mig varðandi matinn og ég sagði henni að ég væri búinn að fá upp í háls af bollum og spurði hún þá hvort ég væri til í að fara á grænmetisfæði og játti ég því og átti svo sannarlega ekki eftir sjá eftir þeirri ákvörðun.
„Ég var alveg búinn að koxa á bollunum….“
Nú geta sjúklingar valið hvort þeir vilja A1 eða A2. Einnig geta þeir valið grænmetis seðillinn sem er A3. A4 er sérstakleg fyrir börn. Rds 1 og 2 er ráðlagður dagsskammtur. Og er fyrir þá sem þurfa orkubætandi mat.
Matseðill 11. mars til 17. mars 2013
Matseðill 18. mars til 24. mars 2013
Matseðill 25. mars til 31. mars 2013
Meðhöndlunin gekk hægt og bítandi í rétta átt og einn laugardaginn bað ég um að fara í stól og horfa út um gluggann og hvíla aðeins, á þessum tíma þurfti að nota lyftara til að færa mig yfir í stólinn úr rúminu en lappirnar neituðu að virka, eins og þær höfðu gert frá því ég veiktist, svo var ég búinn að sitja í ca. tvo tíma og ætla að fara ýta á bjölluna þegar mér verður ljóst að bjallan er í rúminu og ég innst á ganginum einn í herbergi og fer að bölva yfir að lenda í þessu, en næ að slaka á og þá sé ég að gemsinn er út í glugga og innan seilingar fyrir mig.
Ég hringi í 118 og bið um að gefa mér samband við hótelið í Fossvogi og er þau svara bið ég um deild A7 og er hún svarar segi ég að ég heiti Sverrir inn á stofu 721 og ég þurfi að komast upp í rúm, ég finn að þetta kemur á hana, svo líður um mínúta þá heyri ég þennan skaðræðishlátur og hann nálgast mig og kemur inn á stofuna.
Þar var öll vaktin komin skellihlæjandi yfir því sem ég gerði og þær voru fljótar að vippa kallinum upp í og ég hafði bjargað deginum fyrir alla.
Svo einn daginn birtust Hjartalæknarnir og fóru að ræða um sýkinguna og að það þyrfti að fjærlægja bjargþráðinn og vírana, en vandamálið væri að það væri ekki hægt að gera þá aðgerð hér á landi, ég þyrfti að fara Til Osló í þá aðgerð.
En það þurfti að byrja strax að undirbúa mig fyrir ferðina og var dagur ákveðinn 15. október skyldi flogið til Osló.
Daginn eftir mætir sjúkraþjálfari alveg hörkunagli og segis ætla að sjá til þess að ég geti gengið nokkur skref, en það var ein af forsendunum að ég færi út þann 15., hann stóð við sitt þó svo að hann mætti stundum með glóðarauga en tapaður á hendi eða fæti, kom í ljós að hann var að æfa í Mjölnir í frítímanum sínum og þann 14. var ég klár í ferðina.
Næst Heja Norge
Mynd af fiskrétti: Sverrir | Aðrar myndir fengnar af netinu
Texti: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða