Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótel Glacier Lagoon opnar í júní | Myndir
Nýjasta hótelið í Fosshótel keðjunni verður Fosshótel Glacier Lagoon en framkvæmdir við hótelið hófust í apríl 2015.
Nú er loks farið að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og búist er við fyrstu gestum þann 7. júní, að því er fram kemur á heimasíðu fosshotel.is. Hótelið sem staðsett er á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls verður með hinu glæsilegasta móti en ásamt hinum 104 herbergjum verður einnig veitingastaðurinn ROK staðsettur á hótelinu. ROK mun taka allt að 120 manns í sæti og verður boðið upp á úrvals hádegisverðarhlaðborð þar í sumar.
Hótelið er kjörið fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur en þar má finna eitt vinsælasta göngusvæði landsins ásamt því að vera staðsett á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Svæðið í kringum hótelið hefur einmitt verið tökustaður þekktra kvikmynda- og tónlistarmyndbanda á borð við James Bond, Batman Begins og tónlistarmannsins Justin Bieber.
Myndir: fosshotel.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi