Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótel Glacier Lagoon opnar í júní | Myndir
Nýjasta hótelið í Fosshótel keðjunni verður Fosshótel Glacier Lagoon en framkvæmdir við hótelið hófust í apríl 2015.
Nú er loks farið að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og búist er við fyrstu gestum þann 7. júní, að því er fram kemur á heimasíðu fosshotel.is. Hótelið sem staðsett er á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls verður með hinu glæsilegasta móti en ásamt hinum 104 herbergjum verður einnig veitingastaðurinn ROK staðsettur á hótelinu. ROK mun taka allt að 120 manns í sæti og verður boðið upp á úrvals hádegisverðarhlaðborð þar í sumar.
Hótelið er kjörið fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur en þar má finna eitt vinsælasta göngusvæði landsins ásamt því að vera staðsett á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Svæðið í kringum hótelið hefur einmitt verið tökustaður þekktra kvikmynda- og tónlistarmyndbanda á borð við James Bond, Batman Begins og tónlistarmannsins Justin Bieber.
Myndir: fosshotel.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi

















