Keppni
Föruneyti heimsmeistaramótsins í kokteilagerð komið heim til Íslands – Myndir
Þá er föruneyti heimsmeistaramótsins í kokteilagerð komið heim til Íslands og það var svo sannarlega hátíð í bæ á Melia Internacional hótelinu í Varadero á Kúbu þar sem mótið var haldið.
Með í föruneytinu voru eftirfarandi aðilar á vegum Barþjónaklúbbs Íslands:
Reginn Galdur Árnason keppandi.
Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands og einnig dómari í keppninni fyrir hönd Íslands.
Teitur Riddermann Schiöth ritari Barþjónaklúbbs Íslands.
Árni Gunnarsson.
Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir.
Ívar Baldvin Júlíusson.
Reginn Galdur keppti fyrir hönd Íslands, en hann sigraði í Íslandsmóti barþjóna sem haldið var í Gamla Bíói 6. apríl 2022. Reginn Galdur hlaut að launum rétt til þátttöku að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem fram fór eins og áður segir á Kúbu.
Reginn Galdur keppti í ,,Long Drink‘‘ flokki með drykkinn sinn ,,Dolittle‘ á heimsmeistaramótinu‘ og stóð sig svo sannarlega með prýði. Engin heildarstig voru gefin upp, einungis var tilkynnt um þrjá aðila sem komust áfram upp úr hverjum flokki fyrir sig, en þeir flokkar voru Long Drink, Pre-Dinner, After Dinner, Sparkling og Low ABV. Reginn komst því miður ekki upp úr sínum flokki ,,Long Drink‘‘.
Þeir 15 keppendur sem komust áfram þurftu svo að þreyta þríþraut sem var ansi erfið en hún samanstóð af hraðakeppni, skriflegu prófi og bragð og lyktar prófi. Þeir þrír sem trjónuðu á toppnum eftir það, komust í úrslit sem voru haldin á gala-kvöldverðinum en þau voru í formi einskonar ,,Mystery-Basket‘‘.
Sigurvegari og heimsmeistari að þessu sinni var Andrew Watson frá Svíðþjóð. Þá var einnig keppt í ,,Flair‘‘ en þar sýndu keppendur listir sínar með því að fleygja flöskum og hristurum hátt og lágt í hringi og fyrir aftan bak. Sigurvegarinn í Flair keppninni var að þessu sinni Kacper Smarz frá Póllandi.
Öll úrslit og verðlaun má svo sjá hér:
Heimsmeistari – Andrew Watson, Svíþjóð
Flair:
1. sæti Kacper Smarz, Póland
2. sæti Edgar Suavarian, Armenía
3. sæti Giorgio Chiarello, Ítalía
IBA kokteilar ársins eða besti kokteillinn úr hverjum flokki fyrir sig:
Before Dinner (Campari) – Michal Lis, Írland
Long Drink (Beam Suntory) – Kazuya Morisaki, Japan
Sparkling (Campari) – Torsten Spuhn, Þýskaland
After Dinner (Luxardo) – Renato Pires, Portúgal
Low Abv (Monin) – Jonans Stanislavs, Lettland
Besta skreytingin – Alex Guevara, Ekvador
Fagleg vinnubrögð – Mario Hofferer, Austurríki
Skriflegt Próf – Kazuya Morisaki, Japan
Bragð og lyktar próf – Francesca Carla Luoni, Ítalía
Hraðasti barþjónninn – Andrew Watson, Svíþjóð
Besti flair kokteillinn – Edgar Suavarian, Armenía
Besta flair bragð ársins – John Marquez, Sviss
Besta flair sýningin – Karel Kleineidam,- Austurríki
,,The Alex Beaumont Spirit Award‘‘ – Bruno Santos, Macau
Arnar Verðlaunin – Lizbets Elias, Kúba
Besta liðið í gegnum árin – Armenía
Myndir: Barþjónaklúbbur Íslands
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana