Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fóru í „stangveiði“ fyrir utan Kjötkompaníið í grenjandi rigningu
Þeir voru hressir strákarnir hjá Kjötkompaníinu þrátt fyrir hryssingslegt veður sem var nú í vikunni og virtust lítið láta rok og rigningu slá sig út af laginu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Skrunið niður til að horfa á myndband
Fagmennska í fyrirrúmi
![Kjötkompaní](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/10/kjotkompani-3.jpg)
(F.v.) Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari, Örn Svarfdal matreiðslumeistari, Aðalsteinn Arnar Jóhannesson framreiðslumaður og vínþjónn (sommelier), Sigurður B. Sæmundsson kjötiðnaðarmeistari, Sveinbjörn Ingi Þorkelsson matreiðslumaður (bráðum meistari), Jón Örn Stefánsson matreiðslumeistari og eigandi.
Það má með sanni segja að það er fagmennska sem ræður ríkjum hjá Kjötkompaníinu, en hjá fyrirtækinu starfa matreiðslumeistarar, kjötiðnaðarmeistarar, matreiðslumenn og vínþjónn.
Kjötkompaní ehf. var stofnað í september árið 2009, við Dalshraun 13 í Hafnarfirði. Eigandi Kjötkompaní er Jón Örn Stefánsson matreiðslumeistari.
Kjötkompaní hefur komið sér hægt og rólega fyrir í veislubransanum, en fréttaritari hefur í gegnum tíðina spurt fólk hvernig þeim líkar maturinn sem pantað hefur veislu frá þeim og öll skiptin hafa þeir fengið toppeinkunn.
- Skyrmús með ástaraldin
- Risarækja
- Miniborgari með nautalund
- Kjúklinga burrito
- Heitreyktur lax
- Heitreykt önd
Veislumatseðlana er hægt að skoða með því að smella hér, sem eru virkilega vel settir upp, flottar og girnilegar myndir af veisluréttunum en boðið er upp á smárétti, tilbúnar veislur, jólahlaðborð, fermingaveislur svo fátt eitt sé nefnt.
Nautalund Wellington frá Kjötkompaníinu hefur slegið rækilega í gegn og um hver jól og áramót þarf að panta með góðum fyrirvara til að tryggja að hafa þessa ómissandi steik yfir hátíðirnar.
Í meðfylgjandi myndbandi sýna fagmennirnir hjá Kjötkompaníinu hvernig á að elda Wellington:
Myndir: Aðsendar og frá kjotkompani.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni2 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni4 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi