Pistlar
Forkeppnin – Matreiðslumaður ársins 2007
Þeir sem að þessu klúðri stóðu eiga að hugsa sinn gang áður en þeir gefa kost á sér í svona veigamikið embætti að vera dómarar í keppni um matreiðslumann ársins á íslandi.
Matur og matarmenning spilar stórt hlutverk í mínu hjarta og er einnig mikilvægt hlutverk í menningu hverrar þjóðar. Flestar stórborgir úti í hinum stóra heimi státa sig af frábærum veitingastöðum og matreiðslumönnum á heimsmælikvarða.
Við höfum verið að festa okkur í sess meðal þessara stórborga síðastliðinn 15 – 20 ár. Staða veitingahúsa og matreiðslumanna á íslandi í dag hefur sjaldan verið betri, og raunar ótrúleg miðað við hina frægu hausatölu. Ég hef á sl. 20 árum átt þátt í að útskrifa marga af betri matreiðslumönnum landsins sem hafa haldið merki fagsins hátt á lofti, og einnig ráðið til mín nýútskrifaða kokka sem hafa blómstrað í okkar eldhúsi og orðið seinna uppistaðan í betri eldhúsum veitingastaða í Reykjavík og víða. Ég hef ávallt hvatt þá til dáða og stutt við bakið á þeim í einu og öllu og þar á meðal í þeim matreiðslukeppnum sem þeir hafa haft áhuga á að spreyta sig í.
Illa skipulagt að hálfa væri nóg
Eftir forkeppnina matreiðslumaður ársins 2007 verð ég að staldra við og hugsa minn gang í þeim málum. Til hvers að vera að hvetja fagfólk til að taka þátt í einhverri vitleysu sem þau njóta ekki réttlætis í og er svo illa skipulagt að hálfa væri nóg. Ég er búinn að liggja yfir úrslitum og stigagjöfinni og er lífsins ómögulegt fyrir mig að lesa úr henni nema á einn veg, sem er þver öfugt við lokaákvörðun dómnefndar. ( Kannski er ég bara svona illa gefin ) en til að afsanna það fékk ég mér betri mann með sérkunnáttu í þessum málum, til að lesa úr þessum niðurstöðum og útskýra fyrir mér hvernig hægt var að fá þessar niðurstöðu ef það var nokkuð hægt.
Úrslit keppninnar hagrætt eftir sínum geðþótta ( vonandi ekki vísvitandi )
Eftir að hafa fengið skýringar á hvað hefði verið gert til að fá þessar niðurstöður er ljóst að þvílíkt klúður hefur átt sér stað og því ekki hægt að láta það afskiptalaust. Í gegnum minn feril hef ég látið verkin tala frekar enn að vera að tjá mig á opinberum vettvangi en nú get ég ekki þegið þunnu hljóði. Meðfylgjandi skjal (Smellið hér, Pdf skjal) segir allt um raunveruleg úrslit keppninnar þótt aðrir hafi hagrætt því eftir sínum geðþótta ( vonandi ekki vísvitandi ) því ef keppnisreglur eru skoðaðar og lesnar ítarlega ( vonandi stuðs við NKF reglurnar en ekki heimatilbúnar reglur, því það væri enn alvarlegri hlutur ) þá er í keppnum í dag nánast aldrei dæmt eldhúsið þegar fullnuma matreiðslumaður á í hlut, aðeins ef að nemendur séu að keppa.
Óskiljanlegt er líka í mínum augum að skipuleggjendur hafi dómara sem er með einn eða fleiri keppanda frá sínum vinnustað, ásamt því að þurfa að dæma félaga sína í kokkalandsliðinu. Slíkt bíður alltaf hættunni heim og að mínu mati til nóg af hæfum mönnum í stéttinni til að vera hlutlausir dómarar. Þeir sem að þessu klúðri stóðu eiga að hugsa sinn gang áður en þeir gefa kost á sér í svona veigamikið embætti að vera dómarar í keppni um matreiðslumann ársins á íslandi.
Í byrjun þessa pistils kom ég inn á að staða veitingahúsa og matreiðslumanna á íslandi, að mínu mati væri með því besta sem gerist og því eiga þátttakendur heimtingu á að fá í samræmi við það bestu umgjörð sem hægt er að bjóða og meðhöndlun af hæfustu fagmönnum sem völ er á í svo stórri keppni sem Matreiðslumaður ársins á íslandi er í mínum huga. Keppendur leggja mjög hart að sér allavega þeir sem fara að fullu í þetta og eyða dýrmætum tíma. Ég tek það skýrt fram að sá sem aðstoðaði mig í að fara yfir úrslitin og reglurnar er með meiri menntun í þessum fræðum en ca. 10 tíma, tveggja daga dómaranámskeið.
Þú kannt ekkert í matreiðslu en lagar frábæran mat
Ég er ekki tapsár að eðlisfari nema helst í íþróttum og óska þeim sem náðu áframhaldandi þátttöku innilega til hamingju og góðs gengis í haust því þeir hafa ekkert með þetta klúður að gera og síst sá sem er í 3 neðsta sæti samkvæmt stigagjöf ( 10 sæti )og færður upp í 5 sæti, og þeir sem lentu í 4 og 5 sæti færðir niður í 6 og 11 sæti. Í mínum huga eru eldhúsdómararnir í raun að segja við þá tvo þú kannt ekkert í matreiðslu en lagar frábæran mat og við hinn þú kannt ekki að laga mat en þú ert frábær matreiðslumaður. Kannski gengur keppnin út á að velja besta matreiðslumanninn en ekki besta matinn.
Ef þessi keppni á að vera trúverðug , marktæk,og standa undir nafni, þarf mikla hugafarsbreytingu og meiri vandvirkni
Í komandi framtíð mun ég ekki hvetja matreiðslumenn frá mér til að taka þátt í keppni með þessari stjórnun og fyrirkomulagi, heldur setja það fjármagn sem það kostar í að senda þá erlendis til að ná í meiri og betri þekkingu sem nýtist þeim í framtíðinni án þess að vera niðurlægðir af óskipulögðum aðiljum og vankunnáttu. Ef þessi keppni á að vera trúverðug , marktæk,og standa undir nafni, þarf mikla hugafarsbreytingu og meiri vandvirkni að hálfu þeirra sem að henni standa. Ég er sannfærður um að innst inni vita þeir upp á sig skömmina sem eiga hlut að og eiga að viðurkenna það og biðjast afsökunar á því að hafa sett þessa keppni á lægra plan en hún á að vera.
Með vinsemd og virðingu.
Eiríkur Ingi Friðgeirsson
Hótelstjóri / Matreiðslumeistari
Hótel Holt, Reykjavik, Iceland
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi