Food & fun
Food & Fun í Finnlandi haldin í fjórða sinn – Íslenskir keppendur fjölmenna á hátíðina
Food & Fun hátíðin í Turku í Finnlandi verður haldin í fjórða sinn dagana 27. september til 1. október næstkomandi.
Sjá einnig: Íslenskir kokkar áberandi á fyrstu F&F hátíðinni í Turku í Finnlandi
Að venju eru íslenskir keppendur á hátíðinni en þeir eru:
Daniel Cochran Jónsson yfirkokkur hjá Sushi Social verður gestakokkur á grænmetisstaðnum Kuori sem hefur slegið heldur betur í gegn en yfirkokkur er Marjaana Pohjola sem stofnaði meðal annars veitingastaðinn Roots Kithen í Turku.
Leó Ólafsson barþjónn, eigandi Icebreakers Of Mixology verður gestabarþjónn á skandinavíska veitingastaðnum Marina Bar sem staðsettur er í Radisson Blu Marina Palace hótelinu.
Ivan Svanur Corvasce verður gestabarþjónn á Tiirikkala. Ivan hefur tekið þátt í fjölmörgum kokteilkeppnum, lent tvisvar í undanúrslit í World Class Barþjónakeppninni og sigrað Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn árið 2016.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson nýráðinn yfirmatreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu verður gestakokkur hjá Smör, en staðurinn býður upp á ný norræna matargerð. Til gamans má geta að Sigurður sigraði Food and Fun í Finnlandi árið 2014, en hægt er að sjá myndir af réttunum hans hér.
Sjá einnig: Sigurður Laufdal sigraði Food and Fun í Turku í Finnlandi
Samsett mynd: aðsendar

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum