Food & fun
Food & Fun í Finnlandi haldin í fjórða sinn – Íslenskir keppendur fjölmenna á hátíðina
Food & Fun hátíðin í Turku í Finnlandi verður haldin í fjórða sinn dagana 27. september til 1. október næstkomandi.
Sjá einnig: Íslenskir kokkar áberandi á fyrstu F&F hátíðinni í Turku í Finnlandi
Að venju eru íslenskir keppendur á hátíðinni en þeir eru:
Daniel Cochran Jónsson yfirkokkur hjá Sushi Social verður gestakokkur á grænmetisstaðnum Kuori sem hefur slegið heldur betur í gegn en yfirkokkur er Marjaana Pohjola sem stofnaði meðal annars veitingastaðinn Roots Kithen í Turku.
Leó Ólafsson barþjónn, eigandi Icebreakers Of Mixology verður gestabarþjónn á skandinavíska veitingastaðnum Marina Bar sem staðsettur er í Radisson Blu Marina Palace hótelinu.
Ivan Svanur Corvasce verður gestabarþjónn á Tiirikkala. Ivan hefur tekið þátt í fjölmörgum kokteilkeppnum, lent tvisvar í undanúrslit í World Class Barþjónakeppninni og sigrað Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn árið 2016.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson nýráðinn yfirmatreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu verður gestakokkur hjá Smör, en staðurinn býður upp á ný norræna matargerð. Til gamans má geta að Sigurður sigraði Food and Fun í Finnlandi árið 2014, en hægt er að sjá myndir af réttunum hans hér.
Sjá einnig: Sigurður Laufdal sigraði Food and Fun í Turku í Finnlandi
Samsett mynd: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







