Viðtöl, örfréttir & frumraun
Flottur galadinner á Akureyri til styrktar Píeta samtakanna
Þann 5. nóvember næstkomandi ætlar Arctic Challenge að halda hátíðarkvöldverð og mun allur ágóði kvöldsins fara til Píeta samtakanna á Akureyri.
Boðið verður upp á Canapé og 6 rétta matarveislu og vínpörun, en hátíðarkvöldverðurinn verður haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Matreiðslumenn kvöldsins eru:
Útskriftaárgangur 2022 í matreiðslu VMA
Matthías Pétur Davíðsson – Rub 23
Logi Helgason – Strikið
Múlaberg bistro & bar
Matthew Wickstrom – Mysa
Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir – Gistihúsið Egilstaðir
Sindri Freyr Kristinsson – Aurora
Matseðill er eftirfarandi:
Allir matreiðslumenn og þjónar munu gefa vinnu sína. Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur sæti sem fyrst en einungis 50 miðar eru í boði á þennan frábæra viðburð.
Verð: 30 þúsund kr og fer allur ágóði kvöldsins til Píeta samtakanna á Akureyri. Húsið opnar klukkan 18:00. Innifalið í miðaverði er fordrykkur við komu, canapé, mat- og vínseðill.
Miðasala fer fram á [email protected]
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir








