Kokkalandsliðið
Flott viðtal við Snædísi í nýjasta tölublaði Víns og matar
Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. Hún setti markið strax hátt áður en hún hóf matreiðslunámið.
Snædís er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Silfru á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum.
„Í forsíðuviðtalinu að þessu sinni er rætt við Snædísi Xyza Mae Ocampo, þjálfara íslenska kokkalandsliðsins.
Liðið keppir á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í febrúar og náðum við að fylgja þeim á lokametrunum fyrir undirbúning keppninnar.“
Segir Lára Garðarsdóttir ritstjóri og umsjónarmaður Víns & matar.
Eins og kunnugt er þá hreppti Íslenska kokkalandsliðið brons sætið á ólympíuleikunum í matreiðslu.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum
Snædís er í ítarlegu viðtali ásamt deilir hún girnilegum uppskriftum í nýjasta tölublaði Víns og matar sem hægt er að lesa hér, á blaðsíðu 26 til 40.
Mynd: Forsíðukápa tímaritsins

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni21 klukkustund síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni