Kokkalandsliðið
Flott viðtal við Snædísi í nýjasta tölublaði Víns og matar
Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. Hún setti markið strax hátt áður en hún hóf matreiðslunámið.
Snædís er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Silfru á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum.
„Í forsíðuviðtalinu að þessu sinni er rætt við Snædísi Xyza Mae Ocampo, þjálfara íslenska kokkalandsliðsins.
Liðið keppir á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í febrúar og náðum við að fylgja þeim á lokametrunum fyrir undirbúning keppninnar.“
Segir Lára Garðarsdóttir ritstjóri og umsjónarmaður Víns & matar.
Eins og kunnugt er þá hreppti Íslenska kokkalandsliðið brons sætið á ólympíuleikunum í matreiðslu.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum
Snædís er í ítarlegu viðtali ásamt deilir hún girnilegum uppskriftum í nýjasta tölublaði Víns og matar sem hægt er að lesa hér, á blaðsíðu 26 til 40.
Mynd: Forsíðukápa tímaritsins

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss