Uppskriftir
Flauelismjúk aspassúpa á jólunum
Þessi súpa inniheldur engar mjólkurvörur svo hún er mjög sniðug fyrir þá sem þola þær illa og þá sem eru vegan. Hún er ofsalega bragðgóð og áferðin er líka frábær.
1 stk laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
2 búnt aspas, skerið smá af endanum eða brjótið aspasinn til að losna við trénaða partinn
3 stk millistærð af kartöflum, skrældar og skornar gróft
100 g kasjú hnetur
1 líter grænmetissoð
Smá möndlurjómi
1 stk sítróna, safinn
Salt og pipar
*Takið til hliðar nokkra aspas toppa og nokkrar kasjú hnetur til að skreyta með.
Aðferð:
Setjið olíu í pott og steikið laukana upp úr henni við miðlungs hita í nokkrar mínútur. Bætið svo aspasinum út í og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Bætið grænmetissoðinu út í ásamt kartöflunum og hnetunum og sjóðið við miðlungs hita í 25 mínútur eða þar til kartöflunar eru soðnar.
Setjið svo allt í blandara og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.
Skreytið með aspas, ristuðum kasjú hnetum og smá möndlurjóma
Höfundur er Hrefna Sætran.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






