Uppskriftir
Flauelismjúk aspassúpa á jólunum
Þessi súpa inniheldur engar mjólkurvörur svo hún er mjög sniðug fyrir þá sem þola þær illa og þá sem eru vegan. Hún er ofsalega bragðgóð og áferðin er líka frábær.
1 stk laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
2 búnt aspas, skerið smá af endanum eða brjótið aspasinn til að losna við trénaða partinn
3 stk millistærð af kartöflum, skrældar og skornar gróft
100 g kasjú hnetur
1 líter grænmetissoð
Smá möndlurjómi
1 stk sítróna, safinn
Salt og pipar
*Takið til hliðar nokkra aspas toppa og nokkrar kasjú hnetur til að skreyta með.
Aðferð:
Setjið olíu í pott og steikið laukana upp úr henni við miðlungs hita í nokkrar mínútur. Bætið svo aspasinum út í og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Bætið grænmetissoðinu út í ásamt kartöflunum og hnetunum og sjóðið við miðlungs hita í 25 mínútur eða þar til kartöflunar eru soðnar.
Setjið svo allt í blandara og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.
Skreytið með aspas, ristuðum kasjú hnetum og smá möndlurjóma
Höfundur er Hrefna Sætran.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






