Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fjölmennt á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara – Ný stjórn
Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara (KM) var haldinn í gær á Hótel Sögu. Fjölmennt var á fundinum sem byrjaði strax í gærmorgun þar sem venjuleg aðalfundarstörf fóru fram.
Fundarstjóri kynnti svo frambjóðendur í nýja stjórn, nýjum stjórnameðlimum var fagnað og samþykktir einróma með lófaklappi.
Stjórnin fyrir 2019-2020:
- Björn Bragi Bragason, forseti
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti & ritari
- Andreas Jacobsen, gjaldkeri
- Júlía Skarphéðinsdóttir, meðstjórnandi
- Logi Brynjarsson meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
- Ragnar Marínó Kristjánsson, meðstjórnandi
- Þórir Thorir Erlingsson, varamaður
Um kvöldið var árshátíð KM, þar sem fram fór orðuveiting, happadrættið fræga var á sínum stað þar sem Ragnar Marínó Kristjánsson matreiðslumeistari stjórnaði með glæsibrag. Á meðal vinninga voru gjafabréf á MatBar, Skál, Kröst og Jómfrúna, gjafakörfur fullar af sælkeravörum, og margt fleira.
Bjarni Töframaður Baldvinsson sá um skemmtiatriðin.
Matseðill kvöldsins var glæsilegur:
Humar, hvítlauksmauk, nípuchips & charonsósa.
Lambahryggvöðvi, jarðskokka & kartöflukaka, rauðbeða & lambasoð, gulbeðu- & rauðbeðulauf.
Krukka með mjólkursúkkulaðimús, salthnetum & bláberjum.
Vegan:
Gulrætur, granatepli, klettasalat & rauðbeður.
Linsubaunakaka, kartöflur, rótargrænmeti & kryddjurtarskilningur.
Súkkulaði-vatns-ganas, berjakrap & jarðaber.
Síðan tók við Bjartur Logi Finnsson, bakari, kökugerðarmaður, sölumaður hjá Garra, trúbador með meiru og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni