Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fjölmennt á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara – Ný stjórn
Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara (KM) var haldinn í gær á Hótel Sögu. Fjölmennt var á fundinum sem byrjaði strax í gærmorgun þar sem venjuleg aðalfundarstörf fóru fram.
Fundarstjóri kynnti svo frambjóðendur í nýja stjórn, nýjum stjórnameðlimum var fagnað og samþykktir einróma með lófaklappi.
Stjórnin fyrir 2019-2020:
- Björn Bragi Bragason, forseti
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti & ritari
- Andreas Jacobsen, gjaldkeri
- Júlía Skarphéðinsdóttir, meðstjórnandi
- Logi Brynjarsson meðstjórnandi
- Jóhann Sveinsson, meðstjórnandi
- Ragnar Marínó Kristjánsson, meðstjórnandi
- Þórir Thorir Erlingsson, varamaður
Um kvöldið var árshátíð KM, þar sem fram fór orðuveiting, happadrættið fræga var á sínum stað þar sem Ragnar Marínó Kristjánsson matreiðslumeistari stjórnaði með glæsibrag. Á meðal vinninga voru gjafabréf á MatBar, Skál, Kröst og Jómfrúna, gjafakörfur fullar af sælkeravörum, og margt fleira.
Bjarni Töframaður Baldvinsson sá um skemmtiatriðin.
Matseðill kvöldsins var glæsilegur:
Humar, hvítlauksmauk, nípuchips & charonsósa.
Lambahryggvöðvi, jarðskokka & kartöflukaka, rauðbeða & lambasoð, gulbeðu- & rauðbeðulauf.
Krukka með mjólkursúkkulaðimús, salthnetum & bláberjum.
Vegan:
Gulrætur, granatepli, klettasalat & rauðbeður.
Linsubaunakaka, kartöflur, rótargrænmeti & kryddjurtarskilningur.
Súkkulaði-vatns-ganas, berjakrap & jarðaber.
Síðan tók við Bjartur Logi Finnsson, bakari, kökugerðarmaður, sölumaður hjá Garra, trúbador með meiru og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu