Freisting
Fiskirí hátíð, dagana 15-17 sept.
Fiskirí er hátíð á vegum sjávarútvegsráðuneytisins í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara á Íslandi. Slegið verður upp viðamikilli fiskiveislu á um 80 veitingastöðum landsins helgina 15.-17. september 2006 og er ætlunin að hvetja bæði unga og aldna til að fara út að snæða sjávarafurðir meðan á hátíðinni stendur.
Öllum veitingastöðum landsins var boðin þátttaka og var þátttaka vonum framar. Þátttakendur munu leggja áherslu á fisk- og sjávarrétti en hver og einn veitingastaður getur ákveðið hvers konar réttir verða í boði.
Tímasetningin á hátíðinni er valin með tilliti til þess að dregið hefur úr straumi ferðamanna að hausti og því verður þetta eins konar framlenging á háannatímanum. Samkvæmt heimildum heimasíðu KM, þá mun klúbbfélagar bjóða upp á fiskisúpu næstkomandi fimmtudag, 14. september á Laugarveginum. Farið verður frá Hlemmi kl. 16:00 og endað á Lækjartorgi um 17-17.30 og þar verður bláskel sett á heysátu og eldur borinn að, þannig að hún eldast í eigin safa og tekur jafnframt í sig smá reykbragð. Þess ber að geta að kokkalandsliðið kemur til með að elda fyrir fjölmiðlafólk á blaðamannafundi á morgun þriðjudaginn 12 september en kokkalandsliðið mun kynna forréttin sem verður á Heimsbikarmótinu í Lux í Nóvember 2007.
Gefinn verður út lítil sjávarréttamatreiðslubók með fljótlegum og góðum uppskriftum og mun bókinni verða dreift til útskriftarárgangs framhaldsskóla landsins. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Fiskisaga, Vísa Íslands, Glitnir og Landssamband smábátaeiganda.
Heimasíða Fiskirí: www.fiskiri.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir