Vertu memm

Freisting

Fiskirí hátíð, dagana 15-17 sept.

Birting:

þann

Fiskirí er hátíð á vegum sjávarútvegsráðuneytisins í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara á Íslandi. Slegið verður upp viðamikilli fiskiveislu á um 80 veitingastöðum landsins helgina 15.-17. september 2006 og er ætlunin að hvetja bæði unga og aldna til að fara út að snæða sjávarafurðir meðan á hátíðinni stendur.

Öllum veitingastöðum landsins var boðin þátttaka og var þátttaka vonum framar. Þátttakendur munu leggja áherslu á fisk- og sjávarrétti en hver og einn veitingastaður getur ákveðið hvers konar réttir verða í boði.

Tímasetningin á hátíðinni er valin með tilliti til þess að dregið hefur úr straumi ferðamanna að hausti og því verður þetta eins konar framlenging á háannatímanum. Samkvæmt heimildum heimasíðu KM, þá mun klúbbfélagar bjóða upp á fiskisúpu næstkomandi fimmtudag, 14. september á Laugarveginum.  Farið verður frá Hlemmi kl. 16:00 og endað á Lækjartorgi um 17-17.30 og þar verður bláskel sett á heysátu og eldur borinn að, þannig að hún eldast í eigin safa og tekur jafnframt í sig smá reykbragð. Þess ber að geta að kokkalandsliðið kemur til með að elda fyrir fjölmiðlafólk á blaðamannafundi á morgun þriðjudaginn 12 september en kokkalandsliðið mun kynna forréttin sem verður á Heimsbikarmótinu í Lux í Nóvember 2007.

Gefinn verður út lítil sjávarréttamatreiðslubók með fljótlegum og góðum uppskriftum og mun bókinni verða dreift til útskriftarárgangs framhaldsskóla landsins. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Fiskisaga, Vísa Íslands, Glitnir og Landssamband smábátaeiganda.

Heimasíða Fiskirí: www.fiskiri.is

Segðu þína skoðun

 

[email protected] 

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið