Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fiskbúð Fjallabyggðar fær jákvæða og áberandi umfjöllun í fjölmennum facebook hóp – „Þetta er nú það veglegasta sem ég hef séð“
Fiskbúð Fjallabyggðar selur þorramat líkt og fjölmörg fyrirtæki, en það er svo sem ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að verðið hefur komið öllum á óvart.
Fiskbúðin selur vel útilátinn bóndadagsbakka á 4.990.- kr., eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birt var með auglýsingu fiskbúðarinnar á facebook.
Mikil umræða skapaðist í facebook hópnum Gamaldags matur, sem er með yfir 36 þúsund meðlimi, eftir að einn meðlimur deildi auglýsingu fiskbúðarinnar í hópinn, en þar má t.a.m. lesa:
„Það er dýrt að búa í Reykjavík greinilega. Eða er bara Glanni Okur Glæpur með höfuðstöðvarnar hér.“
„Vó, ég vildi að ég væri aðeins nær, glæsilegur þorrabakki“
„Þetta er almennileg búð“
„Þetta er nú það veglegasta sem ég hef séð“
„Já, mjög jákvæða umræðu. Bæði varðandi magnið á bakkanum og verðið, miðað við annarstaðar á landinu. Fólk að sunnan farin að heyra í okkur sem er jákvætt að vissu leyti, gaman að þetta sé að spyrjast svona út.“
Sagði Valgerður Þorsteinsdóttir eigandi fisbúðarinnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um umræðuna í facebook hópnum „Gamaldags matur“ og hvort einhver viðbrögð hafi verið.
Til gamans má geta að eigendur fiskbúðarinnar gera sviðasultuna sjálf þá bæði nýja og súra, eins nýja grísasultu og einnig sjóða, pressa og súrsa pungana ofl.
Fiskbúð Fjallabyggðar er staðsett við Aðalgötu 27 á Siglufirði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars