Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fiskbúð Fjallabyggðar fær jákvæða og áberandi umfjöllun í fjölmennum facebook hóp – „Þetta er nú það veglegasta sem ég hef séð“
Fiskbúð Fjallabyggðar selur þorramat líkt og fjölmörg fyrirtæki, en það er svo sem ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að verðið hefur komið öllum á óvart.
Fiskbúðin selur vel útilátinn bóndadagsbakka á 4.990.- kr., eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birt var með auglýsingu fiskbúðarinnar á facebook.
Mikil umræða skapaðist í facebook hópnum Gamaldags matur, sem er með yfir 36 þúsund meðlimi, eftir að einn meðlimur deildi auglýsingu fiskbúðarinnar í hópinn, en þar má t.a.m. lesa:
„Það er dýrt að búa í Reykjavík greinilega. Eða er bara Glanni Okur Glæpur með höfuðstöðvarnar hér.“
„Vó, ég vildi að ég væri aðeins nær, glæsilegur þorrabakki“
„Þetta er almennileg búð“
„Þetta er nú það veglegasta sem ég hef séð“
„Já, mjög jákvæða umræðu. Bæði varðandi magnið á bakkanum og verðið, miðað við annarstaðar á landinu. Fólk að sunnan farin að heyra í okkur sem er jákvætt að vissu leyti, gaman að þetta sé að spyrjast svona út.“
Sagði Valgerður Þorsteinsdóttir eigandi fisbúðarinnar í samtali við veitingageirinn.is, aðspurð um umræðuna í facebook hópnum „Gamaldags matur“ og hvort einhver viðbrögð hafi verið.
Til gamans má geta að eigendur fiskbúðarinnar gera sviðasultuna sjálf þá bæði nýja og súra, eins nýja grísasultu og einnig sjóða, pressa og súrsa pungana ofl.
Fiskbúð Fjallabyggðar er staðsett við Aðalgötu 27 á Siglufirði.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana