Viðtöl, örfréttir & frumraun
Filippseyskt matar- og skemmtikvöld – Óskar: Þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund – Myndir
Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.
Bethsaida Rún Arnarson hefur starfað hjá ÚA í um þrjátíu ár og er trúnaðarmaður starfsfólks sem er í Einingu-Iðju, auk þess sem hún er í stjórn stéttarfélagsins. Bethsaida segir að undirbúningur matar- og skemmtikvöldsins hafi gengið sérlega vel.
Mikill undirbúningur
„Við hjálpuðumst öll að og skiptum með okkur verkum. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur, svo sem að æfa þjóðdansa, skipuleggja matarhlaðborðið og fleira.
Við hófumst handa við að skreyta salinn eftir vinnu á föstudaginn og markmiðið var að gera hann sem glæsilegastan, þannig að gestirnir hefðu það á tilfinningunni að vera komnir til Filippseyja. Snemma á laugardagsmorgninum var svo byrjað á eldamennskunni og öðrum undirbúningi fyrir veisluna.
Þetta tókst allt saman vel og allt var orðið klárt þegar fyrstu gestirnir komu.“
Sagði Bethsaida Rún Arnarson
Gestrisni annáluð
- Hlaðborðið var glæsilegt
- Kjötið skorið á diskana
Filippseyjar eru annálaðar fyrir ríka matarmenningu, með áhrifum frá öllum heimshornum. Hvert hérað er með sinn stíl í matargerð og gestrisni íbúanna er annáluð.
Hrísgrjón eru algeng í matargerð sem grunnur, mikið er um fisk, kjöt og baunir að ótöldum miklu úrvali af alls kyns kryddtegundum.
Íbúar Filippseyja eru rúmlega 90 milljónir og eyjarnar eru samtals 7.100 en 880 þeirra eru í byggð.
Þjóðlegur matur og dans
„Við buðum gesti velkomna í anddyri matsalarins klædd þjóðbúningum, sem eru mismunandi eftir sýslum. Við höfðum líka æft þjóðdansa frá nokkrum héruðum, sem var mjög skemmtilegt að sýna.
Við vorum með samtals tíu mismunandi rétti á hlaðborðinu og fimm eftirrétti. Við erum öll alsæl með viðtökurnar, margir gestir þökkuðu okkur fyrir góðan mat og skemmtiatriði. Aðstaðan í eldhúsi ÚA er frábær, þannig að allur undirbúningur gekk vel og kvöldið var stanslaus gleði.“
Sagði Bethsaida Rún Arnarson og bætir við:
Hvað vita Íslendingar helst um Filippseyjar ?
„ Í sannleika sagt vita þeir almennt ekki mikið en ég er viss um að einhverjir fara að kynna sér Filippseyjar eftir þetta matar- og skemmtikvöld.
Við sýndum líka myndbönd, þar sem nokkrir vinsælir ferðamannastaðir voru kynntir og ég vil bara hvetja sem flesta Íslendinga til að kynna sér Filippseyjar.“
Virkilega ánægjuleg kvöldstund
Óskar Ægir Benediktsson formaður STÚA segir að matar- og skemmtikvöldið hafi tekist vonum framar.
„Þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund. Ég átti þess kost að fylgjast með undirbúningnum og hve samheldnin og gestrisnin var einstök. Svona þjóðarkvöld þjappa starfsfólkinu enn betur saman, sem er mikils virði.
Ég held að allir gestir kvöldsins hafi fundir vel fyrir hinni annáluðu gestrisni sem ríkir á Filippseyjum.“
Myndir: Samherji.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði












