Markaðurinn
Fastus styður rausnarlega við matvælanám á Íslandi
Fastus og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag um að Fastus muni sjá Matvælaskóla MK fyrir öllum ofnum í skólann næstu 12 árin þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Með þessu móti mun Fastus sjá til þess að Matvælaskólinn fylgi nýjustu straumum og stefnum í matreiðsluheiminum.
Mánudaginn 6. febrúar kl. 13:30 munu Ralf Klein, forstjóri Convotherm í þýskalandi og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus afhenda Margréti Friðriksdóttur, skólameistara MK, 19 stykki Convotherm 4 Easy Touch ofna til notkunar, en þeir eru með allra bestu ofnum sem fáanlegir eru. Nokkrir ofnanna eru með reykbúnaði, þannig að bæði er hægt að reykja og elda í þeim. Athöfnin fer fram í anddyri MK.
Fastus mun endurnýja ofnana á 4ra ára fresti og sjá þannig til þess að nemendur skólans verði alltaf með nýjustu og bestu ofnana sem völ er á. Fastus mun einnig sjá alfarið um allt viðhald og kennslu á ofnana.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu