Markaðurinn
Fastus styður rausnarlega við matvælanám á Íslandi
Fastus og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag um að Fastus muni sjá Matvælaskóla MK fyrir öllum ofnum í skólann næstu 12 árin þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Með þessu móti mun Fastus sjá til þess að Matvælaskólinn fylgi nýjustu straumum og stefnum í matreiðsluheiminum.
Mánudaginn 6. febrúar kl. 13:30 munu Ralf Klein, forstjóri Convotherm í þýskalandi og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus afhenda Margréti Friðriksdóttur, skólameistara MK, 19 stykki Convotherm 4 Easy Touch ofna til notkunar, en þeir eru með allra bestu ofnum sem fáanlegir eru. Nokkrir ofnanna eru með reykbúnaði, þannig að bæði er hægt að reykja og elda í þeim. Athöfnin fer fram í anddyri MK.
Fastus mun endurnýja ofnana á 4ra ára fresti og sjá þannig til þess að nemendur skólans verði alltaf með nýjustu og bestu ofnana sem völ er á. Fastus mun einnig sjá alfarið um allt viðhald og kennslu á ofnana.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






