Freisting
Fastus kaupir eignir þrotabús A. Karlssonar ehf.
Heildverslunin Fastus ehf. hefur keypt lager og aðrar eignir þrotabús A. Karlssonar ehf. Samhliða kaupunum hefur verið samið við flesta birgja um áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini A. Karlssonar, undir merkjum Fastus.
Markmiðið með kaupunum er að styrkja þjónustu Fastus við fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðis-, rannsókna-, hótel- og veitingasviði. Stefnt er að því að allar vörur sem A. Karlsson hefur selt verði áfram fáanlegar og jafnframt að þjónusta við viðskiptavini verði efld. Nýtt svið hefur verið stofnað um sölu á hjálpartækjum hjá Fastus.
Fyrirtækið A. Karlsson var úrskurðað gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kaupin eru gerð á grundvelli tilboðs sem Fastus gerði í eigur þrotabúsins í kjölfar auglýsingar frá skiptastjóra.
Fyrirtækið Fastus var stofnað árið 2006. Það er fjárhagslega sterkt og hefur byggt upp fjölbreyttan rekstur á síðastliðnum fjórum árum. Það sérhæfir sig í sölu á tækjum og búnaði fyrir hótel, veitingastaði, mötuneyti, dvalar- og hjúkrunarheimili, þvottahús, rannsóknarstofur, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. Fyrirtækið rekur m.a. verslun fyrir fagfólk og áhugafólk um matargerð við Síðumúla 16 í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 20 manns.
Frekari upplýsingar veitir:
Arnar Bjarnason, markaðsstjóri Fastus
Sími: 843 3939
Netfang: arnar (hjá) fastus.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?