Vertu memm

Frétt

Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame

Birting:

þann

Flame veitingastaður

MATVÍS, fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins Flame, vann fullnaðarsigur í máli sem félagið rak fyrir Héraðsdómi Reykjaness, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Matvís.  Dómurinn féll þann 6. janúar síðastliðinn. Fallist var á allar kröfur félagsins og útreikningar kjaradeildar Fagfélaganna fyrir hönd MATVÍS voru fyrir dómnum staðfestir að fullu.  Dómurinn staðfesti meðal annars að starfsfólk, sem átti inni milljónir króna, var í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda.

Veitingastaðurinn Flame opnaði fyrir um 5 árum síðan en hann er innblásin af Japönsku matargerðinni Teppanyaki og var um leið fyrsti íslenski Teppanyaki staðurinn sem opnaði á íslandi.

Sjá einnig: Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

Í tilkynningu frá Matvís segir að málið á rætur að rekja til þess að sumarið 2022 fékk MATVÍS upplýsingar um að starfsmenn veitingastaðarins Flame hefðu ekki fengið launagreiðslur sem þeir áttu rétt á samkvæmt kjarasamningum og lögum. Í heimsókn vinnueftirlits MATVÍS var upplýst um umfangsmikil brot Flame gegn starfsfólki. Starfsfólk veitingastaðarins vann mjög mikið en greiðslur voru í engu samræmi við vinnuna. Ljóst er að vinnustaðaheimsókn MATVÍS gegndi lykilhlutverki við að upplýsa þau alvarlegu brot sem málið snýst um.

Flame veitingastaður

32 sæta Teppanyaki borð

Áttu inni margar milljónir

Í ljós kom að vangreidd laun til þriggja starfsmanna námu mörgum milljónum króna. Fyrir tilstilli MATVÍS greiddi Flame þremur starfsmönnum alls 10,5 milljónir króna haustið 2022 vegna launa og annarra réttinda sem starfsfólkið hafði verið hlunnfarið um.

MATVÍS taldi þó að starfsfólkið ætti enn meira inni og studdi því starfsfólkið í dómsmáli gegn veitingastaðnum. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað MATVÍS í heild sinni og samþykkti allar kröfur starfsmanna á hendur Flame.

Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms ber Flame að greiða starfsfólkinu samtals þrjár og hálfa milljón króna, auk dráttarvaxta, til viðbótar við það sem Flame hafði áður greitt til leiðréttingar á vangoldnum launum. MATVÍS og kjaradeild Fagfélaganna hefur þannig stuðlað að því að þrír starfsmenn hafa fengið greiddar um 14 milljónir króna vegna vangreiddra launa og annarra réttinda.

Auglýsingapláss

Mikilvægi vinnustaðaeftirlits

Í stuttu máli hafnaði héraðsdómur öllum málatilbúnaði Flame. Fulltrúar fyrirtækisins héldu því meðal annars fram fyrir dómi að starfsmönnunum hefði verið óheimilt að hætta störfum þrátt fyrir umfangsmikil brot veitingastaðarins.

Að baki þessari niðurstöðu liggur mikil vinna starfsfólks kjaradeildar Fagfélaganna og vinnustaðaeftirlits, sem nær yfir nærri því tveggja og hálfs árs tímabil.

Á tímum þar sem verulega er vegið að réttindum hjá starfsfólki veitingastaða er mikilvægt að starfsfólk geti leitað til stéttarfélaga sem gætir réttinda þeirra. Þá er sérstaklega mikilvægt að starfsfólk geti treyst því að dómstólar standi vörð um grundvallarreglur á vinnumarkaði.

MATVÍS fagnar því að héraðsdómur hafi leiðrétt brot veitingastaðarins Flame gagnvart starfsfólki sínu.

Myndir: aðsendar / flamerestaurant.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið