Nemendur & nemakeppni
Fagmenntun fyrir framtíðina – Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hótel- og matvælaskólann
Innritun stendur yfir frá 14. mars til 26. maí. Ekki er hægt að sækja um eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Svör við innritun berast 25. Júní 2025.
Innritað verður í eftirfarandi greinar ef næg þátttaka næst.
Bakstur.
Framreiðsla.
Matreiðsla.
Kjötiðn.
Matartæknanám.
Meistaranám.
Grunndeild matvæla og ferðagreina.
Allar innritanir í verknám þurfa að uppfylla inntökuskilyrði í námið. Ef umsóknir uppfylla ekki eftirfarandi skilyrði þá verður þeim hafnað.
Fyrir eftirfarandi greinar er sótt um í gegnum þennan link.
Bakstur.
Framreiðsla.
Matreiðsla.
Kjötiðn.
Sótt er um í gegnum island.is og það er hægt að fylgjast með stöðu umsóknarinnar inn á þessum sama link. Svör birtast þar eigi síður en 26. maí.
Inntökuskilyrði
Nemendur sem hyggja á iðnnám í hótel- og matvælagreinum verða að hafa virka ferilbók og starfa undir handleiðslu meistara. Til að geta innritast í viðkomandi bekk þurfa nemendur að hafa lokið ákveðinni lágmarksprósentu af ferilbókinni. Þessi prósenta er mismunandi eftir iðngreinum og bekkjum. Athugið að sækja þarf um skólavist á menntagatt.is þegar nemandinn á að koma í skólann.
Ferilbókin þarf að vera útfyllt með textum, myndum og myndböndum og hver liður sem neminn hefur lokið þarf að vera samþykktur af meistara.
Aðrar reglur gilda um nemendur sem eru á pappírssamningum.
Lágmarksprósenta útfyllingar í ferilbók til að innritast í bekki:
Matreiðsla og framreiðsla
1. bekkur: 30%
2. bekkur: 55%
3. bekkur: 80%
Bakstur og kjötiðn
1. bekkur: 45%
2. bekkur: bóklegur – ekki krafa um ákveðna prósentu ferilbókar
3. bekkur: 80%
Til að sækja um í meistaraskólann þá þurfa nemendur að skila inn afriti af sveinsbréfi. Fylgi það ekki með þá er umsókninni hafnað.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






