Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Fagmenntun fyrir framtíðina – Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hótel- og matvælaskólann

Birting:

þann

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Innritun stendur yfir frá 14. mars til 26. maí. Ekki er hægt að sækja um eftir að umsóknarfrestur er liðinn.  Svör við innritun berast 25. Júní 2025.

Innritað verður í eftirfarandi greinar ef næg þátttaka næst.

Bakstur.
Framreiðsla.
Matreiðsla.
Kjötiðn.
Matartæknanám.
Meistaranám.
Grunndeild matvæla og ferðagreina.

Allar innritanir í verknám þurfa að uppfylla inntökuskilyrði í námið. Ef umsóknir uppfylla ekki eftirfarandi skilyrði þá verður þeim hafnað.

Fyrir eftirfarandi greinar er sótt um í gegnum þennan link.

Bakstur.
Framreiðsla.
Matreiðsla.
Kjötiðn.

Sótt er um í gegnum island.is og það er hægt að fylgjast með stöðu umsóknarinnar inn á þessum sama link. Svör birtast þar eigi síður en 26. maí.

Inntökuskilyrði

Nemendur sem hyggja á iðnnám í hótel- og matvælagreinum verða að hafa virka ferilbók og starfa undir handleiðslu meistara. Til að geta innritast í viðkomandi bekk þurfa nemendur að hafa lokið ákveðinni lágmarksprósentu af ferilbókinni. Þessi prósenta er mismunandi eftir iðngreinum og bekkjum. Athugið að sækja þarf um skólavist á menntagatt.is þegar nemandinn á að koma í skólann.

Ferilbókin þarf að vera útfyllt með textum, myndum og myndböndum og hver liður sem neminn hefur lokið þarf að vera samþykktur af meistara.

Aðrar reglur gilda um nemendur sem eru á pappírssamningum.

Lágmarksprósenta útfyllingar í ferilbók til að innritast í bekki:

Matreiðsla og framreiðsla

1. bekkur: 30%
2. bekkur: 55%
3. bekkur: 80%

Bakstur og kjötiðn

1. bekkur: 45%
2. bekkur: bóklegur – ekki krafa um ákveðna prósentu ferilbókar
3. bekkur: 80%

Til að sækja um í meistaraskólann þá þurfa nemendur að skila inn afriti af sveinsbréfi. Fylgi það ekki með þá er umsókninni hafnað.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið