Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Essensia er nýr veitingastaður á Hverfisgötunni – Myndir & vídeó
Essensia er veitingastaður með ítölsku þema sem opnar nú í lok ágúst. Þar verður boðið upp á ítalskar skinkur, pizzur eins og þær gerast bestar, ferskt pasta, T-bone steik, lambaskanka, fiskrétti, kokteila og eðal vín svo fátt eitt sé nefnt.
Skrunið niður til að horfa á vídeó
Það er hinn margverðlaunaði matreiðslumeistari og brons Bocuse d´Or verðlaunahafi Hákon Már Örvarsson sem er maðurinn á bak við Essensia, en staðurinn er staðsettur við Hverfisgötu 6.
Hákon rekur einnig veitingastaðinn Kitchen & wine sem er í næsta húsi, á fyrstu hæð 101 hótels.
„Þessir tveir ólíku veitingastaðir endurspegla ástríðu mína í matargerð. Aðal áherslan er ferskt hráefni og góð þjónusta í skemmtilegu, frjálslegu andrúmslofti. „
sagði Hákon Már.
Eseensia – Atvinnuauglýsing
Við óskum eftir fagfólki til starfa í skemmtilegt umhverfi á metnaðarfullan vinnustað.
– Kokka
– Pizzubakara
– Þjóna
– Aðstoðarfólk í sal og eldhús
Bæði fullt starf og hlutastarf í boði. 18 ára aldurstakmark.
Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá á [email protected]
Frekari upplýsingar veitir Hákon Már Örvarsson í síma 8919411.
Veitingageirinn.is fékk að skoða matseðilinn sem er enn í vinnslu og er hann virkilega skemmtilega uppsettur þar sem hægt er að deila réttum og prófa sem flesta.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Veitingageirinn.is/videos/1171956452867871/“ width=“650″ height=“500″ onlyvideo=“0″]
Myndir og vídeó: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann