Viðtöl, örfréttir & frumraun
Eru þetta bestu Ítölsku samlokurnar allra tíma? – Myndband
Deli veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella í New York var stofnaður árið 1993, en staðurinn sérhæfir sig í Ítölskum samlokum. Staðurinn hét áður Ceglies Delicatessen sem síðan var keyptur árið 1993 og skírður upp að nýju í Casa Della Mozzarella.
Casa Della Mozzarella er pínulítill veitingastaður og býður upp á fjölbreytt úrval af samlokum ásamt Ítölskum sælkeravörum, olíur, ólivur, Antipasto svo fátt eitt sé nefnt.
Verð á samlokum er frá 11 til 30 dollara.
Umfjallanir og dómar um Casa Della Mozzarella á Yelp, Google, Tripadvisor og fleiri síðum, er staðnum gefið toppeinkunn hvar sem litið er á.
Með fylgir myndband sem sýnir starfsemina á bak við í vinnslunni og eins samlokugerðina, sjón er sögu ríkari:
Veitingastaðurinn Casa Della Mozzarella er staðsettur í ítalska hverfinu í New York:
Myndir: facebook / Casa Della Mozzarella
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt