Frétt
Ertu með hugmynd um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu? Funheit hugmyndasamkeppni
Í dag áttunda mars, verður opnað fyrir funheitri hugmyndasamkeppni fyrir alla Íslendinga. Eimur, í samstarfi við Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallar eftir tillögum um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu.
Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. Það telst hugmyndinni jafnframt til tekna ef hún byggir á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.
Það er jarðhitinn á Norðausturlandi sem einblínt er á í þetta sinn. Þátttaka er öllum opin og hugmyndin má vera á hvaða stigi sem er. Tvær bestu hugmyndirnar verða verðlaunaðar.
Það er því ástæða til að leggja höfuðið í bleyti! Skilafrestur er til 15. maí. Frekari upplýsingar má finna á www.eimur.is og mataraudur.is
Hugmyndasamkeppnin verður opnuð formlega í Hofi á Akureyri í dag klukkan 16:30, 8. mars 2018.
Myndir: eimur.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu