Frétt
Ertu með hugmynd um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu? Funheit hugmyndasamkeppni
Í dag áttunda mars, verður opnað fyrir funheitri hugmyndasamkeppni fyrir alla Íslendinga. Eimur, í samstarfi við Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallar eftir tillögum um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu.
Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. Það telst hugmyndinni jafnframt til tekna ef hún byggir á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.
Það er jarðhitinn á Norðausturlandi sem einblínt er á í þetta sinn. Þátttaka er öllum opin og hugmyndin má vera á hvaða stigi sem er. Tvær bestu hugmyndirnar verða verðlaunaðar.
Það er því ástæða til að leggja höfuðið í bleyti! Skilafrestur er til 15. maí. Frekari upplýsingar má finna á www.eimur.is og mataraudur.is
Hugmyndasamkeppnin verður opnuð formlega í Hofi á Akureyri í dag klukkan 16:30, 8. mars 2018.
Myndir: eimur.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir