Frétt
Ertu með hugmynd um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu? Funheit hugmyndasamkeppni
Í dag áttunda mars, verður opnað fyrir funheitri hugmyndasamkeppni fyrir alla Íslendinga. Eimur, í samstarfi við Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallar eftir tillögum um hvernig nýta megi jarðhita í matvælaframleiðslu.
Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. Það telst hugmyndinni jafnframt til tekna ef hún byggir á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.
Það er jarðhitinn á Norðausturlandi sem einblínt er á í þetta sinn. Þátttaka er öllum opin og hugmyndin má vera á hvaða stigi sem er. Tvær bestu hugmyndirnar verða verðlaunaðar.
Það er því ástæða til að leggja höfuðið í bleyti! Skilafrestur er til 15. maí. Frekari upplýsingar má finna á www.eimur.is og mataraudur.is
Hugmyndasamkeppnin verður opnuð formlega í Hofi á Akureyri í dag klukkan 16:30, 8. mars 2018.
Myndir: eimur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit