Smári Valtýr Sæbjörnsson
Erlent fjárfestingafélag kaupir 75% í Keahótelum
Gengið hefur verið frá sölu á Keahótelum ehf. Seljendur eru Horn II slhf. , Tröllahvönn ehf. og Selen ehf. Kaupandi er fjárfestingafélagið K Acquisitions ehf. en að baki því félagi standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties, með 25% hlut, bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors með 50% hlut og íslenska fjárfestingarfélagið Trölla hvönn með 25% hlut, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Tröllahvönn var áður eigandi að 36% hlut í Keahótelum og er því um endurfjárfestingu að ræða að hluta.
Nýir eigendur hyggjast reka fyrirtækið í óbreyttri mynd og verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela.
Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel.
Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300.
Nýir eigendur tóku við félaginu í gær, þann 18. ágúst 2017.
Fréttatilkynninguna sem fyrirtækið sendi frá sér í gær, er hægt að lesa í heild sinni hér.
Mynd: keahotels.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“