Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er þetta stærsta Panettone sem bökuð hefur verið á Íslandi?
Panettone er ein vinsælasta jólaka í heimi, en hún hefur verið í bakaríum á Norður-ítalíu frá því á fimmtándu öld og er hún ómissandi hluti af jólahaldi þarlendra.
Ítalska ísbúðin sem ber heitið Gaeta Gelato og er staðsett við Aðalstræti 6 í Reykjavík í gamla Morgunblaðshúsinu á jarðhæð, býður upp á nokkrar gerðir af Panettone og birti meðfylgjandi mynd á facebook og er spurt hvort þetta sé stærsta Panettone á Íslandi.
Gaeta Gelato opnaði í maí árið 2020 við Aðalstræti 6 og býður upp á fjölmargar tegundir af ítölskum ís, vegan ístegundir, brioche bollur með Gelato, banana split, affogato, frappé, skyrsoft með sætindum og sósum, heitt súkkulaði, kaffi svo fátt eitt sé nefnt.
Gelato er ítalska orðið yfir ís
Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato og rjómaís eins og við þekkjum hann!
Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn.
Gaeta Gelato opnar í Mathöll Höfða
Nú um miðjan nóvember opnaði Gaeta Gelato nýtt útbú í Mathöll Höfða og eru verslanirnar orðnar 3 talsins, við Aðalstræti 6, Mathöllinni á Hlemmi og nýjasta viðbótin í Mathöll Höfða.
Að auki er hægt að nálgast vörur frá Gaeta Gelato á eftirtöldum stöðum: Aha.is, í öllum búðum Hagkaupa, Melabúðinni, Lókal Bistro á Húsavík og ísbíl Gaeta Gelato sem keyrir vörurnar um land allt og meira að segja alla leið heim að dyrum.
Mynd: facebook / Gaeta Gelato
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025










