Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er þetta stærsta Panettone sem bökuð hefur verið á Íslandi?
Panettone er ein vinsælasta jólaka í heimi, en hún hefur verið í bakaríum á Norður-ítalíu frá því á fimmtándu öld og er hún ómissandi hluti af jólahaldi þarlendra.
Ítalska ísbúðin sem ber heitið Gaeta Gelato og er staðsett við Aðalstræti 6 í Reykjavík í gamla Morgunblaðshúsinu á jarðhæð, býður upp á nokkrar gerðir af Panettone og birti meðfylgjandi mynd á facebook og er spurt hvort þetta sé stærsta Panettone á Íslandi.
Gaeta Gelato opnaði í maí árið 2020 við Aðalstræti 6 og býður upp á fjölmargar tegundir af ítölskum ís, vegan ístegundir, brioche bollur með Gelato, banana split, affogato, frappé, skyrsoft með sætindum og sósum, heitt súkkulaði, kaffi svo fátt eitt sé nefnt.
Gelato er ítalska orðið yfir ís
Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato og rjómaís eins og við þekkjum hann!
Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn.
Gaeta Gelato opnar í Mathöll Höfða
Nú um miðjan nóvember opnaði Gaeta Gelato nýtt útbú í Mathöll Höfða og eru verslanirnar orðnar 3 talsins, við Aðalstræti 6, Mathöllinni á Hlemmi og nýjasta viðbótin í Mathöll Höfða.
Að auki er hægt að nálgast vörur frá Gaeta Gelato á eftirtöldum stöðum: Aha.is, í öllum búðum Hagkaupa, Melabúðinni, Lókal Bistro á Húsavík og ísbíl Gaeta Gelato sem keyrir vörurnar um land allt og meira að segja alla leið heim að dyrum.
Mynd: facebook / Gaeta Gelato
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa