Starfsmannavelta
Endapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður

Hér fann fagfólk í veitingageiranum hráefni sem annars var erfitt að nálgast. Fyrir marga var þetta fyrsta stopp áður en hugmyndir urðu að réttum.
Heilsuhúsið í Kringlunni, síðasta verslunin sem starfaði undir þessu rótgróna vörumerki, mun loka dyrum sínum 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins.
Heilsuhúsið á sér langa sögu hér á landi og hefur í áratugi verið eitt helsta kennileiti heilsuvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta verslunin var opnuð á Skólavörðustíg árið 1979 og síðar voru starfræktar fleiri verslanir víða um land. Lyfja keypti fyrirtækið árið 2005 og rak um tíma nokkur útibú, en Kringluverslunin var síðasta verslunin sem enn var opin.
Að sögn Karenar Óskar Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Lyfju, liggja breyttar aðstæður á markaði að baki lokuninni. Heilsu- og lífrænar vörur séu nú mun aðgengilegri í almennum verslunum en áður, sem hafi aukið samkeppni og gert reksturinn erfiðari. Þrátt fyrir lokun verslunarinnar mun vörumerkið Heilsuhúsið áfram lifa á netinu og vörur verða áfram seldar í apótekum Lyfju.
Með lokuninni lýkur löngum kafla í sögu sérhæfðrar heilsuvöruverslunar á Íslandi.
Mynd: heilsuhusid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





