Keppni
Elsti veitingastaður á Íslandi keppir á Ólympíuleikum
Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var haldin í fyrsta sinn Ólympíuleikar í pitsugerð og var hópur frá Horninu sem keppti.
Það má í raun og veru segja að Hornið hafi innleitt pizzumenninguna á Íslandi, enda staðurinn orðin elsta veitingahús landsins, en hann var hann stofnaður árið 1979. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi.
Veitingahjónin Jakob og Valgerður voru dómarar og Ólöf dóttir þeirra hjóna og Mummi, sem hefur unnið á Horninu í sjö ár, kepptu fyrir Íslands hönd. Ólöf er matreiðslunemi á Horninu og á eftir, 2 ár, 10 mánuði og 21 daga af samningi (samkvæmt niðurtalningu á bloggsíðu hennar). Ólympíuleikarnir í pitsugerð er svokölluð „Freestyle“ og voru allskyns útfærslur af pizzum í keppninni. T.d. vakti Ameríkaninn klæddur í fótboltbúning mesta athygli með því að kasta þremur pizzum upp í loftið í einu, þrjú pör dönsuðu tangó og hentu upp pizzum í leiðinni, svo eitthvað sé nefnt.
Ólöf var þó meira á „jörðinni“ og framreiddi eftirréttapitsu með appelsínum, bláberjum og súkkulaðisósu og með þessari frumlegu pitsu náði hún að komast upp fyrir Norðurlandameistarana.
Aðdragandi þess að Ísland keppti á Ólympíumótinu er sá að Jakob og valgerður voru stödd í Moskvu þar sem Jakob var að dæma í alþjóðlegri matreiðslukeppni. Í ferðinni kynntust þau strákum sem stunda Freestyle-pitsugerð og þegar þeir komust að því að þau hjónin ættu pizzastað á Íslandi spurðu þeir hvort þau vildu vera prófdómarar á Ólympíleikunum og það eina sem þau áttu að gera var að koma með keppendur frá Íslandi.
Mynd: Bloggsíða Ólöfu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s