Keppni
Elsti veitingastaður á Íslandi keppir á Ólympíuleikum
Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var haldin í fyrsta sinn Ólympíuleikar í pitsugerð og var hópur frá Horninu sem keppti.
Það má í raun og veru segja að Hornið hafi innleitt pizzumenninguna á Íslandi, enda staðurinn orðin elsta veitingahús landsins, en hann var hann stofnaður árið 1979. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi.
Veitingahjónin Jakob og Valgerður voru dómarar og Ólöf dóttir þeirra hjóna og Mummi, sem hefur unnið á Horninu í sjö ár, kepptu fyrir Íslands hönd. Ólöf er matreiðslunemi á Horninu og á eftir, 2 ár, 10 mánuði og 21 daga af samningi (samkvæmt niðurtalningu á bloggsíðu hennar). Ólympíuleikarnir í pitsugerð er svokölluð „Freestyle“ og voru allskyns útfærslur af pizzum í keppninni. T.d. vakti Ameríkaninn klæddur í fótboltbúning mesta athygli með því að kasta þremur pizzum upp í loftið í einu, þrjú pör dönsuðu tangó og hentu upp pizzum í leiðinni, svo eitthvað sé nefnt.
Ólöf var þó meira á „jörðinni“ og framreiddi eftirréttapitsu með appelsínum, bláberjum og súkkulaðisósu og með þessari frumlegu pitsu náði hún að komast upp fyrir Norðurlandameistarana.
Aðdragandi þess að Ísland keppti á Ólympíumótinu er sá að Jakob og valgerður voru stödd í Moskvu þar sem Jakob var að dæma í alþjóðlegri matreiðslukeppni. Í ferðinni kynntust þau strákum sem stunda Freestyle-pitsugerð og þegar þeir komust að því að þau hjónin ættu pizzastað á Íslandi spurðu þeir hvort þau vildu vera prófdómarar á Ólympíleikunum og það eina sem þau áttu að gera var að koma með keppendur frá Íslandi.
Mynd: Bloggsíða Ólöfu

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?